fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Starfsemi í ómerktu húsi á Siglufirði: Smálánafyrirtækin skráð í Danmörku en með starfsemi á Íslandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfiðlega hefur gengið að stemma stigu gegn smálánafyrirtækjum. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að stöðva slíka starfsemi lifir hún enn góðu lífi og er nú starfrækt frá Danmörku. Smálán verða til umfjöllunar í kvöld í fréttaskýringaþættinum Kveik.

Meðallaun um 300.000 krónur

Smálán eru lítil neyslulán fyrir fjárhæðir á bilinu 5-80 þúsund sem neytandi þarf svo að greiða til baka eftir skamman tíma auk hárra vaxta. Oft er það unga fólkið sem freistast til að taka slík lán og festist þá gjarnan í vítahring smálána, þar sem lán er jafnvel greitt til baka með nýju láni.

Nýverið greindi Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, frá því að 27,3 prósent þeirra sem leituðu til embættis hennar á síðasta ári voru á aldrinum 18-29 ára, sem er mikil aukning frá árinu 2012 þegar hlutfallið var 5 prósent.  Helsta ástæðan fyrir þessari aukningu er, að sögn Ástu, smálán.

Á síðasta ári voru 57 prósent þeirra sem leituðu til  umboðsmanns skuldara með smálán, en Ásta reiknar með að það sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Sá hópur sem til embættisins leitar glímir gjarnan við tekjuvanda og er með meðallaun um 300.000 krónur.

Smálánafyrirtækin öll í eigu sama manns

Íslensk lög girða í dag fyrir að kostnaður vegna neytendalána sé meiri en 50 prósent ofan á stýrivexti Seðlabankans. Þetta varð til þess að smálánafyrirtækin einfaldlega færðu starfsemi sína í hagkvæmara rekstrarumhverfi.

Samkvæmt Kveik eru öll smálánafyrirtækin í dag í eigu sama aðila, Michal Mensik frá Tékklandi. Starfsemi þeirra er rekin undir nafninu eCommmerce 2020 í Kaupmannahöfn.

Fréttamenn Kveiks og samstarfsaðila hafa heimsótt höfuðstöðvar eCommerce sem og móðurfélagið Kredia Group Ltd. en fundu hvergi raunverulega starfsemi.

Ondrej Smakal, skráður framkvæmdastjóri, og áðurnefndur Michal svara báðir í gegnum almannatengla. Segja þeir að starfsemin sé vissulega í Kaupmannahöfn, en hins vegar sé þjónustunni allri útvistað. Ekki voru þeir tilbúnir að greina frá því hvert henni var útvistað eða hvar þau fyrirtæki eru staðsett sem þjónustunni er útvistað til.

Starfsemin í Danmörku, en þarft samt íslenska kennitölu

Þegar haft var samband við þjónustuverið var hægt að ræða við aðila á lýtalausri íslensku. Þegar fréttamenn skiptu yfir í dönsku, þá vönduðust þó málin og var að sögn Kveiks vonlaust að eiga samskipti við þjónustuverið á dönsku.

Dönum gefst ekki kostur að taka smálán í gegnum fyrirtækið og samkvæmt upplýsingum þjónustuvers er það forsenda fyrir lánveitingu að lántaki hafi íslenska kennitölu og íslenskt símanúmer.

Íslensk yfirvöld vilja meina að íslensk lög gildi um lánin enda full ástæða til þess. Öll gögn frá eCommerce eru á íslensku, þjónustuverið talar íslensku, skilyrði lána er íslensk kennitala og símanúmer, markaðssetningu er beint að Íslendingum, lánin eru veitt á Íslandi og í íslenskum krónum.

Ómerkt húsnæði á Siglufirði

Fyrirtækið sem sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtækin heitir Almenn innheimta. Þar vinna fimm starfsmenn í ómerktu húsi á Siglufirði. Eigandi fyrirtækisins er Gísli Kr. Björnsson, lögmaður. Rannsókn Kveiks sýnir fram á að tekjur Almennrar innheimtu er gífurlegar, eða 239 milljónir fyrir árið 2017. Sem er áhugavert í ljósi þess að eini viðskiptavinur fyrirtækisins er áðurnefnd eCommerce. Hins vegar er rekstrarkostnaður ákaflega mikill, nánast jafn tekjunum, svo skráður hagnaður er nánast enginn. Dæmi um rekstrarkostnað  hjá þessu fimm manna fyrirtæki eru ríflega 84 milljónir króna í rekstur tölvukerfis fyrir árið 2017, tæpar 7 milljónir í burðargjöld, ríflega 4 milljónir í þjónustugjöld og 5 milljónir í annan skrifstofukostnað.  Kveikur reyndi að hafa upp á Gísla Kr. og má afraksturinn sjá í þættinum í kvöld.

Umfjöllun Kveiks verður sýnd í kvöld klukkan 20:05 á RÚV

Skjáskot frá RÚV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”