fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. apríl 2019 16:01

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef tekið þátt í kjarasamningagerð í 15 ár og á þessum 15 árum man ég aldrei eftir því að forstjóri fyrirtækis hóti í miðri kosningu um kjarasamning hækkun á öllum vörum fyrirtækisins ef kjarasamningur verði samþykktur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ.

Vilhjálmur vísar þarna til fréttar sem birtist á Vísi í dag þess efnis að ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á meðal annars Mylluna, Ora og Kexverksmiðjuna Frón, hafi boðað 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum verði kjarasamningar samþykktir. Vísað var í tölvupóst Hermanns Stefánssonar, forstjóra ÍSAM, til viðskiptavina. Þá muni innfluttar vörur einnig hækka, eða um 1,9 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninganna stendur nú yfir.

Vilhjálmur er afar óhress með þessi viðbrögð ÍSAM ef marka má færslu sem hann skrifaði á Facebook í dag.

„Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum í ljósi þess að samningsaðilar voru sammála um að lífkjarasamningurinn myndi stuðla að verðstöðugleika og myndi leiða til lækkunar vaxta, en nú er ljóst að þetta fyrirtæki ætlar ekki að taka þátt í því að láta lífkjarasamninginn skila þeim ávinningi til launafólks eins og til stóð,“ segir Vilhjálmur sem endar færsluna á þessum orðum:

„Á þeirri forsendu er ljóst að verkalýðshreyfinginn verður að bregðast við þessari hótun með afgerandi hætti og tel ég morgunljóst að við verðum að hvetja okkar félagsmenn til að hunsa vörur frá þessu fyrirtæki ef fyrirtækið stendur við hótun sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Í gær

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“