fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Árna brugðið eftir atvik í Leifsstöð: „Við landganginn biðu vopnaðir lögreglumenn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2019 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Snævarr, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og áður fréttamaður, lýsir á Facebook heldur óþægilegu atviki sem hann lenti við komu til Íslands á dögunum. Hann var krafinn um skilríki af vopnuðum lögreglumönnum við komu til landsins frá landi innan Schengen.

„Ég varð fyrir afar óþægilegri reynslu við komuna til Íslands í síðustu viku, sem situr í mér. Við landganginn biðu vopnaðir lögreglumenn sem kröfðu flugfarþega skilríkja með afar miklum þjósti. Ég spurði lögreglumanninn hvað hefði orðið um Schengen-samninginn, en hann spurði mig á móti: „Árni ertu að neita að sýna skilríki“. Afar sérkennileg spurning því ég hélt á passanum mínum,“ lýsir Árni.

Árni segir að lögreglumaðurinn hafi brugðist illa við þegar hann óskaði eftir númeri hans. „Ég spurði á móti á hvaða lagalega grundvelli landamæravarsla hefði verið tekin upp að nýju á Schengensvæðinu. Lögreglumaðurinn sagði að löggan mætti spyrja alla um skilríki, hrifsaði af mér passann og var mjög ógnandi í allri framkomu. Ekkert númer eða auðkenni var sjáanlegt á búningi lögreglumannsins og ég spurið í sakleysi mínu, hvert númer hans væri. Hann romsaði því bálreiður út úr sér, en ekki var nokkur leið fyrir mig að ná því,“ segir Árni.

Hann segist óttast að atvik sem þessi geti grafið undan réttaröryggi á Íslandi. „Ef löggan getur án þess að gefa upp nokkra ástæðu komið á landamæraeftirliti skil ég ekki til hvers Schengen og norræna vegabréfasamkomulagið er. Og ef lögreglumenn hafa engin auðkenni eða númer á búningi sínum, er vonlaust að láta þá standa reikningsskil á gerðum sínum og þar með grafið undan réttaröryggi í landinu,“ segir Árni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“