fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sabine ósátt: Kyndir nýtt lagafrumvarp undir hatri og einelti?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 17:30

Sabine Leskopf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru óánægðir með nýtt stjórnarfrumvarp sem felur í sér breytingu á lagagrein um hatursorðræðu. Frumvarpið var unnið að frumkvæði fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen. Við gildandi lagagrein er bætt við klausunni: „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi og mismunun.“ Lagaákvæðið mun hljóma svona í heild sinni eftir breytinguna:

„Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“

Eins og fram kom á Vísi fyrir skömmu hefur Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, sagt sig úr VG vegna óánægju með frumvarpið. Rauði kross Íslands mælir gegn breytingu á lögunum og þingmenn Viðreisnar eru á meðal þeirra sem viðrað hafa andstöðu við þessa breytingu.

Engin ástæða til að þrengja löggjöfina

Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkur, skrifar grein um málið á Visir.is í dag. Í upphafi greinar sinnar, sem ber yfirskriftina „Vel gert“? gerir Sabine að umtalsefni ummæli Ragnars Pálssonar sem deildi frétt af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi á dögunum með orðunum „Vel gert“. Út frá þessu nýja dæmi um meinta hatursorðræðu skrifar Sabine:

„Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi.“

Sabine segir að lítið hafi verið um dómsmál vegna laganna eins og þau eru núna og þau hafi ekki komið í veg fyrir að haturorðræða blómstraði. Því síður sé ástæða til að gera lög um haturorðræðu vægari. Sabina bendir á viðkvæma stöðu innflytjenda og erlendra barna gagnvart haturorðræðu:

„Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar.“

Sabine bendir á að flóttafólk og hælisleitendur sem mótmæltu á dögunum á Austurvelli hafi fengið yfir sig holskeflu af hatursummælum:

„Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga.“

Í lokaorðum greinarinnar biður Sabine löggjafann um að gera betur:

„Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að – nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum