fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Stjórnlaus ofbeldismaður í Eyjum: Gómaður eftir að hafa barið þrjá

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 14:26

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald næstu fjórar vikur vegna ótal brota í Vestmannaeyjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var hann þrisvar í liðinni viku kærður fyrir líkamsárás. Hann jafnframt stakk á hjólbarða á lögreglubifreið.

„Þrjár líkamsárásir voru kærðar í liðinni viku en í öllum tilvikum var um sama árásarmann að ræða. Í tveimur tilvikum er um minniháttar áverka á ræða en í einu tilviki er um meiriháttar áverka að ræða. Auk árásanna þá er sami aðili kærður fyrir, hótanir, húsbrot, eignaspjöll, þjófnað, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrots,“ segir í tilkynningu.

Þetta voru þó ekki einu afbrot hans í síðustu viku. „Þá er hann einnig kærður fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart lögreglu og brot gegn valdstjórn með því að stinga á fjóra hjólbarða á lögreglubifreið. Með því hindraði hann störf lögreglu sem litið er mjög alvarlegum augum. Maðurinn var handtekinn og í framhaldi af því færður fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald í fjórar vikur vegna brota á skilorði og ólokinna mála í refsivörslukerfinu,“ segir í tilkynningu lögreglu á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann