fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Bubbi um meintan barnaníðing: „Hann var skrímsli, hann var krútt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2019 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segist hafa mjög blendnar tilfinningar í garð Michael Jackson. Hann segir að Jackson hafi verið djöfull en þó ætli hann að hlusta á tónlist hans.

Talsvert hefur verið rætt um hvort það sé réttlætanlegt að aðskilja persónu Jacksons frá verkum hans eftir að heimildarmyndin Leaving Neverland, sem segir frá meintu kynferðisofbeldi Michael Jackson gegn barnungum drengjum, leit dagsins ljós.

Sjá einnig: Ætti að banna tónlist Michael Jackson? Mjög skiptar skoðanir – „Nú þykir snillin óþægileg“

Í Facebook-hópnum Menningarátökin hefur þetta verið rætt og sitt sýnist hverjum. Bubbi segir þar að Michael Jackson hafi verið margt. „Hann var snillingur. Hann var með náðargáfu. Hann var skrímsli. Hann var krútt. Hann er dauður og ég mun hlusta á sum lög hans alltaf. Hann var viðbjóður. Hann var risi. Hann átti aldrei sjens,“ segir Bubbi.

Hann segir þó að hann muni hlusta á lögin öðru vísi en áður. „Hann var beittur ofbeldi. Hann beitti aðra ofbeldi. Hann dansaði eins og vindurinn. Hann var myrkur. Hann var djöfull. Ég mun hlusta á sum lög hans alltaf en öðruvísi en áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stöðvaður í Staðardal með gras í bílnum

Stöðvaður í Staðardal með gras í bílnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hannes fær á baukinn: „Þarf að hringja í vælubílinn?“

Hannes fær á baukinn: „Þarf að hringja í vælubílinn?“
Fréttir
Í gær

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn segir Ellý smána látinn mann: „Útmálaður sem drykkfelldur ofbeldismaður og slepjulegur flagari“

Þórarinn segir Ellý smána látinn mann: „Útmálaður sem drykkfelldur ofbeldismaður og slepjulegur flagari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur: „Manni líður stundum eins og sá síðasti hressi á opinberum vettvangi hafi verið Hemmi Gunn“

Guðmundur: „Manni líður stundum eins og sá síðasti hressi á opinberum vettvangi hafi verið Hemmi Gunn“