fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Bubbi um meintan barnaníðing: „Hann var skrímsli, hann var krútt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2019 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segist hafa mjög blendnar tilfinningar í garð Michael Jackson. Hann segir að Jackson hafi verið djöfull en þó ætli hann að hlusta á tónlist hans.

Talsvert hefur verið rætt um hvort það sé réttlætanlegt að aðskilja persónu Jacksons frá verkum hans eftir að heimildarmyndin Leaving Neverland, sem segir frá meintu kynferðisofbeldi Michael Jackson gegn barnungum drengjum, leit dagsins ljós.

Sjá einnig: Ætti að banna tónlist Michael Jackson? Mjög skiptar skoðanir – „Nú þykir snillin óþægileg“

Í Facebook-hópnum Menningarátökin hefur þetta verið rætt og sitt sýnist hverjum. Bubbi segir þar að Michael Jackson hafi verið margt. „Hann var snillingur. Hann var með náðargáfu. Hann var skrímsli. Hann var krútt. Hann er dauður og ég mun hlusta á sum lög hans alltaf. Hann var viðbjóður. Hann var risi. Hann átti aldrei sjens,“ segir Bubbi.

Hann segir þó að hann muni hlusta á lögin öðru vísi en áður. „Hann var beittur ofbeldi. Hann beitti aðra ofbeldi. Hann dansaði eins og vindurinn. Hann var myrkur. Hann var djöfull. Ég mun hlusta á sum lög hans alltaf en öðruvísi en áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna