fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kulusuk-hátíð í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kátur skáksnillingur í Kulusuk

Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, efna til skákmóts og kynningar á starfinu á Grænlandi 2019, í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn, 23. febrúar, klukkan 14. Þar verður slegið upp Kulusuk-skákmóti í tilefni af því að fyrsti leiðangur Hróksliða til Grænlands heldur til þessara næstu nágranna okkar í næstu viku.

 

Samhliða skákmótinu munu liðsmenn Hróksins og Kalak segja frá þeim verkefnum sem framundan eru. Um páskana verður 13. hátíðin haldin í Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund, afskekktasta bæ Grænlands og í byrjun júní er komið að hinni árlegu Air Iceland Connect-hátíð í Nuuk. Síðar í sumar liggur leiðin m.a. til Tasiilaq, höfuðstaðar Austur-Grænlands, og Kullorsuaq á vesturströndinni, sem er á 73. breiddargráðu. Í desember standa Hrókurinn og Kalak svo fyrir árlegri jólasveinaferð til Kulusuk, en þá mun Stekkjarstaur færa öllum börnum í þorpinu gjafir.

 

Stærsta verkefni Kalak á árinu er að vanda tveggja vikna heimsókn 11 ára barna og fylgdarliðs frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi. Hingað koma þau til að læra að synda og kynnast íslensku samfélagi. Verkefnið sem er unnið í samvinnu við Kópavogsbæ, menntamálaráðuneytið, Air Iceland Connect og fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga hefur gengið framúrskarandi vel á liðnum árum og vakið mikla athygli og ánægju.

Stolt stúlka á Grænlandi með bikar frá Hróknum

Hátíðin í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, er öllum opin og eru nýir og gamlir Grænlandsvinir og skákáhugamenn hvattir til að kíkja í heimsókn. Vöfflur og ýmislegt góðgæti verður á boðstólum. Nokkur sæti eru laus á skákmótinu, og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst í netfanginu chesslion@hotmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar Pétur reiður: Leikskólakennara grýtt úr landi – „Er svo svekktur yfir því þjóðfélagi sem við búum í“

Ragnar Pétur reiður: Leikskólakennara grýtt úr landi – „Er svo svekktur yfir því þjóðfélagi sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjónabandið tóm leiðindi: Gefum örvandi lyf svo fólk geti einbeitt sér að snjalltækjum – Þunglyndislyf til að fólki leiðist ekki

Hjónabandið tóm leiðindi: Gefum örvandi lyf svo fólk geti einbeitt sér að snjalltækjum – Þunglyndislyf til að fólki leiðist ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitin að Jóni: „Hefur þú séð bróður minn?“ – Munu ekki gefast upp

Leitin að Jóni: „Hefur þú séð bróður minn?“ – Munu ekki gefast upp