fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Norðlingaholt hægt og rólega að sökkva í skít: „Sorglegt en satt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Pálsson nokkur segir farir sínar ekki sléttar innan hóps íbúa Norðlingaholts á Facebook. Hann segir svo mikið um hundaskít í hverfinu að það sé varla hægt að ganga um hverfið án þess að stíga á skít. Ekki verður betur séð en nágrannar hans séu sammála honum.

„Ég vildi bara vara fólk við að það er að verða ófært í hverfinu vegna hundaskíts. Það eru allir göngustígar, öll bílastæði og allir garðar fullir af úrgangi úr hundum sem eigendur nenna ekki að taka upp. Ég hef ekki búið hér í nema rúm þrjú ár en þetta virðist versna með hverju árinu og þetta er farið að hafa veruleg áhrif á ásýnd þessa annars frábæra hverfis. Við eigum lítinn hund sem ég geng með alla daga (og tek upp eftir) og áður en ég fer inn heima þarf ég að grandskoða skóna og hundinn svo að við berum ekki skítinn inn á heimilið,“ skrifar Kristinn.

Hann bætir því svo við að ef þetta heldur áfram þá muni hann þurfa fjósastígvél. „Ég veit ekki hvað er til ráða en hverfið er hægt og rólega að sökkva í hundsaskít. Það er sorglegt að hverfi sem er nánast sérbúið til útivistar skuli þurfa að líða fyrir þetta, það liggur við að fjósastígvél þurfi sem staðalbúnað þegar flutt er í hverfið. Sorglegt en satt,“ skrifar Kristinn.

Líkt og fyrr segir þá virðast fleiri í hverfinu hafa tekið eftir þessu. „Vá hvað ég er sammála! Algjörlega Òþolandi! Við erum að lenda í því að þetta er undir stígvélum stelpnanna minna og kemur svo inn ì forstofu!,“ skrifar einn nágranni. Annar tekur undir: „Bílaplanið hjá okkur var orðið fullt og alltaf 1-2 nýjir lollar á dag. Óþolandi. Greinilegt að það er einhver letihaugur sem býr nálægt sem bara opnar fyrir hundinum og hleypir honum út að gera þarfir sínar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara