fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Einar Örn og Máni takast á um líkamsárásina: Drengnum hótað – „Ég læt lemja þig vikulega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er hart deilt um slagsmál sem brutust út á milli stuðningsmann ÍR og Stjörnunnar á leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik. Stuðningsmaður Stjörnunnar sem er um tvítugt er ásakaður um að hafa gengið harðast fram í átökunum og hefur hann verið kærður til lögreglunnar fyrir hnefahögg í andlit stuðingsmanns ÍR.

Mjög hefur verið deilt á stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar fyrir viðbrögð sín í málinu en stuðningsmaðurinn umræddi fór á úrslitaleik keppninnar þar sem Stjarnan hampaði bikarmeistaratitlinum og ákvað stjórnin að meina honum það ekki.

Meðal þeirra sem deila um málið eru þekktir fjölmiðlamenn. Einar Örn Jónsson, íþróttamaður á RÚV deilir frétt RÚV um kæru ÍR-inga á hendur stuðningsmanninum og skrifar eftirfarandi athugasemd:

„Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar á harðaspretti að skyggja á frábæran árangur íþróttafólks félagsins um síðustu helgi.“

Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu og rótgróinn Stjörnumaður, svarar kollega sínum með þessari hvössu athugasemd:

„Þvílíkt kjaftæði. Frábær stjórn sem gerði það eina rétta í málinu. Þegar hún var búin að kynna sér það. Eitthvað sem þú ættir mögulega að gera áður en þú sem íþróttafréttamaður skrifar svona bull.“

Einar Örn lætur Stjörnumanninn ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar:

„Bull er þetta í þér. Þetta kemur íþróttum ekkert við. Umræðan eftir helgina er um þennan ofbeldismann. Það er bara sök stjórnarinnar.“

Máni spyr: „Á að færa alla sökina á einn tvítugan gaur? Eins og hann sé eini sökudólgurinn í málinu. Hversu ógeðslega aum fréttamennska er þetta? Afhverju fara menn ekki að leita af afleyðingu og orðsök.“

„Hvaða fréttamennsku ertu að tala um? Ég tjái mig sem ég sjálfur,“ svarar Einar.  „Sökin er stjórnar kkd fyrir að hafa ekki tekið á þessu. Þess vegna er umræðan enn í hámæli og skyggir á afrekin. Það var fínt hint á föstudaginn þegar sama umræða skyggði á undanúrslitin.“

Deilur þeirra halda áfram og Máni segir að ekki eigi að beygja sig undir skoðanir fólks út í bæ. Einar segir:

„Ég þekki það nú ágætlega sjálfur. Það blasir hins vegar við að almennt finnst fólki utan Stjörnunnar viðbrögðin röng. Minnsta krísustjórnunarþekking segir sama. Þess vegna er þetta ennþá í umræðunni þremur dögum eftir helgina. Og komin kæra.“

Þessu svarar Máni:

„Sökin er að mínu mati ekki hjá Tvítugum stjörnumanni eða stuðningsmönnum ÍR, hún er fyrst og síðast hja KKI. Þeir ættu að biðjast afsökunnar.“

„Þá erum við að vissu leyti sammála. Guttinn á 110% að biðjast afsökunar (og þá ekki biðja stjórn kkd afsökunar) og stjórni kkd hefði átt að taka á þessu með því að banna honum að mæta á úrslitaleikinn,“ segir Einar og bætir við: „KKÍ er búið að biðjast afsökunar á að gæslan hafi ekki verið næg og bættu í fyrir úrslitin. Sú umræða dó með þeirri afsökun og það er aftur hint um krísustjórnun.“

Faðir mannsins sem um ræðir stígur einnig fram og segir:

„Þessi ágæti drengur er nú bara sonur minn og ég minni á að aðgát skal höfð í nærveru sálar, hann er engin ofbeldismaður og hefur ekki verið. Þarna er slæmri hegðun þar sem orð og ögranir fá að fjúka í allar áttir af talsvert eldri einstaklingum öll sett á einn dreng í staðinn fyrir að líta á málið eins og það í raun er og hvers vegna svona gat farið. Þú ættir svo sem í þinni stöðu Einar að geta litið yfir videó af síðstu leikjum þessara liða og metið hegðum stuðningsmanna ÍR og myndað þér í kjölfarið skoðun á því hvort það sé eðlilegt að stuðningsmenn liðina sitja öxl við öxl. Með þessu er ég auvitað ekki að réttlæta það að kýla menn en þú hefur ansi háværa rödd meðal lýðsins og ættir að vanda þig í svona málum. Annars bara léttur ljúfur kátur.“

Þessu svarar Einar: „Það var eflaust röð af mistökum gerð. Ég er bara að benda á að það að stjórnin gerði ekkert heldur málinu ennþá á lofti. Án þess ég viti það fyrir víst þá hefði jafnvel verið hægt að koma í veg fyrir kæruna með öðruvísi vinnubrögðum.“

Faðir drengsins svarar á ný:

„Vitni sáu einfaldlega að upptökin voru alls ekki hans og það var mjög hart að honum og öðrum vegið, vandamálið liggur hjá KKÍ að hafa ekki gæslu eða sætaraðir á milli hópana en ekki hjá Stjörnunni, meðlimir í stjórn Stjörnunar voru meðal þeirra sem sáu atvikið vel og þess vegna var honum veitt áminningu en ekki bann.“

Hótað ofbeldi á Twitter

Fyrir þá sem ekki vita skal það nefnt að stuðningsmannasveit Stjörnunnar heitir Silfurskeiðin og stuðningsmannasveit ÍR heitir Ghetto Hooligans. Á Twitter upplýsir Stjörnumaður að félagi í síðarnefnda hópnum hafi hótað Stjörnumanninum sem um ræðir ofbeldi, segist hann ætla að láta berja hann ef hann biður ekki afsökurn á ljótum orðum í sinn garð á leiknum.

Sjá nánar hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Í gær

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út