fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Lögreglumaður hættur störfum eftir slagsmál í Færeyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 11:44

Þórshöfn í Færeyjum. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður frá Sauðárkróki sem dæmdur var í skilorðsbundið fangelsi eftir slagsmál í Færeyjum á laugardagskvöld er hættur störfum hjá lögreglunni að eigin ósk. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Stefán staðfestir jafnframt að atvikið hafi átt sér stað í ferð lögreglunnar á Norðurlandi vestra til Færeyja. Sá sem varð fyrir árás lögreglumannsins er ekki lögreglumaður. „Ég get í sjálfu sér lítið sagt þér þar sem þetta mál er ekki á okkar borði en maðurinn var dæmdur á laugardagskvöldið,“ segir Stefán Vagn í samtali við DV.

Lögreglumaðurinn var dæmdur í 50 daga skilorðsbundið fangelsi og þriggja ára ferðabann til Færeyja. Hann kom ásamt hópnum aftur til Íslands, nánar til tekið Akureyrar, síðdegis í gær.

Uppfært kl.12.05: Í upphafi var ranglega fullyrt að sá sem varð fyrir árásinni hafi einnig starfað sem lögreglumaður. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings