fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fréttir

Minnast Magnúsar Inga – Eiginkonan kveður – „Hvíldu í friði, ást­in mín“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 7. desember 2019 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari, betur þekktur sem Texas-Maggi, lést þann 28. nóvember síðastliðinn, 59 ára að aldri.

Magnús var fæddur þann 19. maí 1960 og var gífurlega vinsæll á meðal landsmanna. Hann var lengi kenndur við veitingastaðinn Texasborgara, sem opnaði árið 2012 og hætti rekstri fimm árum síðar. Á seinni árum sínum rak hann tvo aðra veitingastaði, Sjávarbarinn og Matarbarinn, sem var opnaður í júlí á þessu ári. Auk þess hefur hann í gegnum tíðina unnið fjölmörg störf í veitingageiranum.

Magnús var einnig þekktur yfir lauflétta og fyndna sjónvarpsþætti sína um ferðalög og matreiðslu. Hann var lengi með sjónvarpsþátt á ÍNN, Eldhús meistaranna, og fór hann þar oft á kostum. Jafnframt var hann duglegur að birta myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum úr hinu daglega lífi. Matreiðslumeistarinn vakti mikla athygli árið 2016 er hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Var öll kosningabarátta hans á léttum og græskulausum nótum.

Þann 24. mars 2007 kvænt­ist Magnús Ingi eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni, Ana­lisu Basallo Montecello. Ana­lisa er menntaður mat­ar­tækn­ir og hef­ur hún starfað við mat­reiðslu á und­an­förn­um árum, lengst af á fyrrnefnda Sjáv­ar­barn­um á Grandag­arði í Reykja­vík, en það var sam­eig­in­leg­ur veit­ingastaður þeirra hjóna. Analisa minnist eiginmanns síns á hjartnæman hátt í Morgunblaði dagsins í dag.

„Líf mitt með þér, elsku Maggi, var gef­andi, ánægju­legt og gleðiríkt. Eft­ir að við kynnt­umst eignaðist ég nýja fjöl­skyldu og stór­an vina­hóp. Ég er svo þakk­lát núna fyr­ir allt sem við átt­um sam­an og stolt að hafa kynnst þér og hafa verið eig­in­kona þín. Allt er breytt núna.

Ég elska þig alltaf af öllu mínu hjarta.

Hvíldu í friði, ást­in mín.

Þín alltaf, Ana­lisa Basallo Montecello“

Analisa er ekki sú eina sem minnist Magnúsar en faðir hans og eftirlifandi systkini hans minnast Magnúsar einnig í minningargreininni. „Maggi skil­ur eft­ir sig stórt skarð í fjöl­skyld­unni enda fyllti hann mikið pláss hvar sem hann kom. Maður mik­illa fram­kvæmda og hug­mynda allt sitt líf allt frá barnæsku, en líka maður hefðbund­inna fjöl­skyldu­gilda og holl­ustu,“ segja þau í minningargreininni.

„Við erum þó þakk­lát fyr­ir að mamma hans, sem lést fyr­ir ríf­lega þrem­ur árum, hafi ekki þurft ekki að kveðja son sinn því sam­band þeirra var ein­stak­lega kær­leiks­ríkt. Þau hlúðu að því hin síðustu ár með því að fara stund­um tvö í leik­hús og borða signa grá­sleppu og fleira góðgæti sem sum­ir aðrir í fjöl­skyld­unni kunnu síður að meta. For­eldr­ar okk­ar minnt­ust Magga sem mik­ill­ar gleðisprengju og grall­ara­spóa þegar hann var barn og það er öll­um ljóst sem hann þekktu að þeir eig­in­leik­ar fylgdu hon­um eft­ir í lífi, leik og starfi alla tíð. Við minn­umst son­ar sem virti og sinnti for­eldr­um sín­um vel og bróður sem sýndi eft­ir­lif­andi konu sinni, fjöl­skyldu og vin­um ástúð og mikla holl­ustu allt fram á hinsta dag.

Miss­ir okk­ar þriggja blikn­ar þó í sam­an­b­urði við harm elsku Lísu okk­ar, eft­ir­lif­andi eig­in­konu Magga, en þau tvö voru eins og yin og yang, and­stæður sem vógu hvor aðra upp í dag­legu lífi, starf­inu á Sjáv­ar­barn­um og víðar og á ferðalög­um út um all­an heim. Þau voru akk­eri hvort ann­ars í lífs­ins ólgu­sjó og við biðjum al­mættið að passa upp á Lísu okk­ar í þeirri djúpu sorg sem hún stend­ur frammi fyr­ir.

Hvíldu í friði, elsku son­ur og bróðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Ungar konur gera það gott í barnafatabransanum

Ungar konur gera það gott í barnafatabransanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Risastórar öldur á Seltjarnarnesi – „Klikkað“

Sjáðu myndbandið: Risastórar öldur á Seltjarnarnesi – „Klikkað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa