fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Steinunn Inga Óttarsdóttir skipuð skólameistari FVA

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. desember 2019 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt hefur verið að Steinunn Inga Óttarsdóttir verði skipuð skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Settur mennta- og menningarmálaráðherra í því máli, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað Steinunni í embættið, til fimm ára, frá og með 1. janúar 2020. Fjórar umsóknir bárust um embættið.

Kemur þetta fram á vef Stjórnarráðsins.

Steinunn Inga er starfandi framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara og var áður áfangastjóri bóknáms við Menntaskólann í Kópavogi. Hún er MA í hagnýtri menningarmiðlun (2019), diplóma í vettvangsnámi í stjórnun framhaldsskóla (2012), diplóma í mannauðsstjórnun (2008), MA í íslenskum bókmenntum (1996), M.Paed í íslensku (1994) og lauk kennaraprófi B.Ed. árið 1991.

Miklar deilur hafa staðið um fráfarandi skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttir. Flestir kennarar hjá skólanum rituðu undir vantraustsyfirlýsingu á hana og hvöttu til þess að hún yrði ekki endurráðin. Ágústa fór í mál við ríkið vegna ákvörðunarinnar um að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. Tapaði hún því máli. Sjá nánar fyrri frétt DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Horfði á sjónvarpsþátt undir stýri

Horfði á sjónvarpsþátt undir stýri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólagjöfin þín gæti verið skattur – Hvað ber að varast í fyrirtækjagjöfum?

Jólagjöfin þín gæti verið skattur – Hvað ber að varast í fyrirtækjagjöfum?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“
Fréttir
Í gær

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“