fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Skólameistari FVA tapaði máli gegn ríkinu – Sagði upp sjö ræstingakonum og fékk á sig vantraust

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, tapaði í dag máli sem hún höfðaði gegn íslenska ríkinu. Með stefnu sinni á ríkið vildi hún fá viðurkennt að ráðningartími hennar hefði framlengst sjálfkrafa um fimm ár um síðustu áramót og gilti til 31. desember 2025. Rökin eru þau að Ágústu hafi ekki verið tilkynnt tímanlega sú ákvörðun ráðherra að auglýsa starfið laust til umsóknar.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti Ágústu símleiðis í sumar að hún hyggðist auglýsa embættið laust til umsóknar. Ágústa spurði þá hvort hún fengi þessa ákvörðun ekki skriflega og kvað Lilja já við því. Ekki tókst hins vegar að afhenda Ágústu bréf þessa efnis þar sem hún var ekki heima.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfum Ágústu á ríkið í dag og stendur því ákvörðunin um að ráðningartími hennar sé útrunninn og starfið laust til umsóknar. Málskostnaður var felldur niður. Dóm héraðsdóms má lesa hér.

Flestir kennarar skrifuðu undir vantraustsyfirlýsingu

Ágústa hefur verið umdeild í starfi og í haust greindi DV frá ólgu innan FVA vegna framgöngu hennar. Í frétt DV í haust segir meðal annars:

„Frá því að Ágústa tók við embættinu hefur hún mætt harðri gagnrýni fyrir stjórnunarhætti sína og framkomu við undirmenn. Meðal annars hefur ríkið þurft að greiða ríflega fimm milljónir króna í bætur og málskostnað til fyrrverandi aðstoðarskólameistara sem Ágústa vék úr starfi án þess að fylgja réttum verkferlum.“

Ágústa var einnig gagnrýnd fyrir að segja upp sjö ræstingakonun fljótlega eftir að hún tók við embætti.

Í annarri frétt DV um málið kom fram að 38 af 44 kennurum við skólann hafi afhent Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra yfirlýsingu þar sem hún er hvött til að endurráða Ágústu ekki. Yfirlýsingin var svohljóðandi:

„Undirritaður kennarar við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi, FVA, lýsa yfir vantrausti á núverandi skólameistar FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, og beina þeim tilmælum til ráðherra að hún verði ekki endurráðin sem skólameistari skólans.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands