fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Sólveig Anna hjólar í Vinstri græna: „Þetta er nú meiri hörmungin“ „Hvað heldur Steingrímur J. eiginlega að hann sé?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 21. desember 2019 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er nú meiri hörmungin,“ segir formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, um réttlætingar Vinstri grænna fyrir því að hafa gengið í stjórnarmeirihluta með Sjálfstæðisflokknum sem koma fram í nýrri bók um sögu Vinstri grænna. Bókin heitir Hreyfing rauð og græn og er eftir sagnfræðinginn Pétur Hrafn Árnason.

„Það að koma Bjarna Ben í fjármálaráðuneytið er djörf en spennandi ákvörðun, en ekki svik við vinnandi fólk á Íslandi. Það að taka ákvörðun um að ganga á bak stefnu flokksins þíns er að finnast bakþankar leiðinlegir. Það að taka ákvörðun um að húkka upp með forhertu auðvaldi og fólki sem er ekkert annað en útsendarar íslensku auðstéttarinnar er festast ekki í sögulegri hefndarhyggju.“

Þetta sagði Sólveig um útskýringar sem þingmenn Vinstri grænna gáfu í bókinni fyrir samstarfinu. Í bókinni er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur að ákvörðun um að fara í samstarfið hafi verið djörf en spennandi ákvörðun og efasemdir hennar um ágæti slíks samstarfs hafi fljótlega heyrt söguni til. „Mér finnst bakþankar leiðinlegir.“

Haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að ekki ætti að einblína á hlut Sjálfstæðisflokks í hruninu, enda hafi það ekki verið flokkarnir sjálfir, heldur stefna þeirra sem bæru ábyrgð á hruninu og ekki ætti að festast í sögulegri hefndarhyggju.

Sólveig gefur lítið fyrir þær skýringar.

„Hvað heldur Steingrímur J. eiginlega að hann sé? Heldur hann að það sé í hans valdi að láta sem að Sjálfstæðisflokkurinn og Valhöll séu ekki vandamál í samfélaginu, stórkostlegt vandamál sem hefur fætt af sér þá sjúku nýfrjálshyggju sem við erum öll látin lifa við; sjúka græðgi auðstéttarinnar, skattaundanskot til skattaskjóla, endalausan niðurskurð, samræmda láglaunastefnu, sadisma þegar kemur að meðferð á flóttafólki, algjöru skeytingarleysi gagnvart náttúrunni og svo auðvitað óheftri og klikkaðri hernaðarhyggju sem að friðarflokkurinn VG tekur nú þátt í eins og ekkert sé?“

Sólveig segist ekki þekkja hvað söguleg hefndarhyggja feli í sér. Mögulega sé það að muna það sem gerst hafi síðustu áratugi og taka eftir afleiðingunum.

„Þá vil ég bara endilega vera með svoleiðis. En auðvitað er þetta bara bull, eitthvað tilbúið rugl í fólki sem hefur ekki raunveruleg prinsipp, raunverulega stefnu, ranveruleg gildi, rugl í fólki sem hefur ákveðið að völdin sjálf séu það mikilvægasta og pólitík sé hvort sem er bara leikur sem snúist um það hverjir geti sagt mest ósatt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni