fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sjáðu þegar sjórinn gekk yfir skipið í nótt – Varðskipið Þór verður til taks í Ísafjarðardjúpi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi ef á þarf að halda en skipið hefur sinnt eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið undanfarna daga. Þá eru þyrlur Landhelgisgæslunnar sömuleiðis til taks í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

„Eins og gefur að skilja er lítil skipaumferð á Vestfjörðum. Fjögur skip eru undir Grænuhlíð og eitt tankskip er á leið fyrir Hornbjarg og fer suður með Vestfjörðum. Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgist vel með skipaumferð umhverfis landið allt. Meðfylgjandi myndbönd voru tekin af áhöfn varðskipsins Þórs í nótt þegar skipið var út af Dýrafirði snemma í morgun. Eins og sjá má var þá farið að hvessa hressilega á Vestfjarðamiðum og gekk sjórinn yfir varðskipið,“ segir í tilkynningunni.

[videopress SDbQpwrT]

[videopress fpWgvmi0]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar