fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Móðir Jóns Þrastar ósátt við ráðningu einkaspæjara og viðtalið við Önnu – „Ég líð ekki að það sé talað svona um son minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar, er algjörlega ósammála þeirri kenningu að slæmur félagsskapur sé orsakavaldur í hvarfi sonar hennar. Fram kemur í breska miðlinum The Sun að systir Jóns, Anna Hildur, hafi ráðið einkaspæjara til að leysa gátuna og virðist unnið út frá þeirri kenningu að Jóni hafi verið ráðinn bani þar sem hann hafi lent í slæmum félagsskap.

Þessu er Hanna Björk gjörsamlega ósammála og hún er reið yfir ummælum Önnu Hildar: „Ég líð ekki að það sé talað svona um son minn,“ segir Hanna Björk í stuttu viðtali við DV. Hanna Björk var í viðtali við DV um málið í vor, sem og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, en hún vildi helst ekki tjá sig um það aftur. Hún telur sig hins vegar knúna til að mótmæla því sem haft er eftir Önnu Hildi og að hennar mati tilgangslausri ráðningu á einkaspæjara:

„Sonur minn slóst ekki og hann átti aldrei í útistöðum við nokkurn mann. Víst tapaði hann peningum á hótelinu þarna um nóttina en það var ekkert tilefni til að lenda í átökum og enginn átti að þurfa að eiga sökótt við hann út af því,“  segir Hanna.

Hanna telur að sonur sinn hafi fyrirfarið sér í stundarbrjálæði enda hafi hann verið í miklu uppnámi er hann fór út af hótelinu í Dublin að morgni 9. febrúar, stuttu eftir að unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, kom á hótelið.

Hanna hefur kallað eftir því að Jana tjái sig með hreinskilnari hætti um samskipti hennar og Jóns áður en hann hvarf en Jana hefur látið sem þau hafi verið slétt og felld. Hanna útilokar þó alls ekki að einhver annar kunni að hafa komið Jóni í uppnám og hún vill undirstrika að það sé engum að kenna hafi Jón tekið þá afdrifaríku ákvörðun sem hann virðist hafa tekið. Ákvörðunin og ábyrgðin hafi verið hans.

Hanna viðurkennir að mikið ósætti sé í fjölskyldunni eftir hvarf Jóns þó hún vilji ekki tjá sig mikið um það opinberlega. Ljóst sé að fleiri en hún séu ósáttir við þá ákvörðun að ráða einkaspæjara og ósáttir við þá nálgun að hvarf Jóns sé af mannavöldum. Ekkert hafi heldur komið fram í rannsókn lögreglu sem bendi til þess.

Sjá einnig:

Systir Jóns Þrastar tjáir sig – Slæmur félagsskapur líklegasta orsökin

Móðir Jóns Þrastar telur að hann hafi tekið afdrifaríka ákvörðun

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann