fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Styrmir hugsi yfir erfiðum málum sem upp hafa komið – „Þeir sem þannig hugsa ættu að hugsa sig um tvisvar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 13:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson spyr hvað sé að íslenska samfélaginu í pistli í Morgublaðinu í dag. Hann segir alltof mörg mál hafa komið upp undanfarið sem ekki hafi fengist viðhlýtandi skýringar á. Vísar hann þar til stöðunnar á Reykjalundi, í starfsmannamálum Vinnueftirlitsins, brottvísun þungaðs hælisleitanda og viðtökur íslenska samfélagsins við útlendinga. Segir Styrmir tíma kominn á að stinga á graftarkýlin.

„Í fréttum síðustu daga hafa hrannast upp mál sem benda til þess að við eigum við að etja einhverja óáran sem snýr að mannlegum samskiptum í okkar litla samfélagi.“

Staðan í starfsmannamálum á Reykjalund hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur. Styrmir segir það enn ekki ljóst hvað hafi átt sér þar stað. „Enn hefur almenningur ekki fengið neinar viðunandi skýringar á því hvað þar er á ferð.“

Sama gildi um ástandið hjá Vinnueftirlitinu.  Eins hafi aldrei komið fram skynsamlegar skýringar á því hvers vegna Útlendingastofnun þurfti nauðsynlega að vísa albanskri þungaðri konu úr landi, þrátt fyrir að læknum greindi á um hvort hún hefði heilsu í flugið.

„Getur verið að fólki sé bara sama um annað fólk? Þeir sem þannig hugsa ættu að hugsa sig um tvisvar. Enginn veit hvenær hið sama snýr að manni sjálfum“

 

„Það er kominn tími til að stinga á graftarkýlinu, eins og gamall samstarfsmaður minn á Morgunblaðinu fyrr á tíð sagði stundum þegar honum ofbauð það sem var að gerast í kringum okkur – í mannlegum samskiptum“

 

„Svona ástand eitrar út frá sér og veldur því að umir segja: Af hverju eigum við að halda áfram að að búa hér á þessari eyju? Af hverju ekki að fara bara til Spánar – þar sem er augljóslega ódýrara að búa. Ekkert okkar vill búa í slíku samfélagi en samt heldur þetta áfram.“

 

„Ætli það séu til sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í sálfræði þjóða?,“ spyr Styrmir af fullri alvöru. Hann telur nauðsynlegt að samfélagið geti mál líkt og þau ofangreind, til hlýtar. Klisjukennd svör stjórnenda og yfirvalda um að ekki sé hægt að ræða einstök mál, sé úrelt svar.

 

Styrmir vill vita hvað átti sér raunverulega stað á Reykjalundi, hjá Vinnueftirlitinu og víðar. Eins vill hann að samfélagið einseti sér að koma vel fram við einstaklinga frá öðrum löndum og taka á móti þeim með virðingu og væntumþykju.

 

„Það á að skipta okkur jafn miklu máli og þau“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þurfti að bíða í nærri fjögur ár eftir svari frá ráðuneytinu

Þurfti að bíða í nærri fjögur ár eftir svari frá ráðuneytinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim
Fréttir
Í gær

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar