fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Íslendingur varð vitni að hryðjuverkaárásinni í London: Var í matarpásu -„Þá heyrðust tveir hvell­ir“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 19:30

Skjáskot úr upptöku Einars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn Einar Örn varð vitni að hryðjuverkunum sem áttu sér stað í London í dag. Einar er tæknimaður hjá útvarpsstöð í London en hann var í matarhléi á svölum skrifstofunnar. Skrifstofan hans er við suðurenda brúarinnar en árásin átti sér stað við norðurendann. Mbl.is greinir frá þessu.

„Sól­in skein glatt og ég hafði á orði við koll­ega minn hvað veðrið væri af­skap­lega gott,“ sagði­ Ein­ar í viðtali við Mbl.is. „Svo verðum við var­ir við ein­hvern óró­leika á brúnni og heyr­um fólk hrópa til nærstaddra að forða sér í burtu. Þá heyrðust tveir hvell­ir, sem við héld­um í fyrstu að væru flug­eld­ar. Svo fylgdu fleiri skot­hvell­ir í kjöl­farið og fyrr en varði var fjöldi lög­reglu­bif­reiða kom­inn á staðinn.“

Einar tók upp atburðarrásina en í upptökunni má sjá fólk flýja af brúnni.

„Héðan fer eng­inn út og eng­inn inn,“ sagði Einar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins en þá hafði lokunin staðið yfir í fjóra klukkutíma. Ásamt Einari eru um 2.400 manns sem sitja fastir í byggingunni og enginn veit hvenær má fara út. „Fólk sem hef­ur verið hér leng­ur seg­ir mér að í hryðju­verka­árás­inni 2017 hér á brúnni og á Borough Mar­ket hafi bygg­ing­um verið lokað í 18 klukku­stund­ir en von­andi verður okk­ur hleypt út fyrr en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað