fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Bjarni var ósáttur við Guðjón: „Að víta þingmann er alvarlegur hlutur“ – Sjáðu þegar Bjarni rauk á dyr

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti Alþingis, var í forsetastólnum á Alþingi síðdegis í gær þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra rauk á dyr. Myndbönd af aðdraganda atviksins og því þegar Bjarni fékk nóg má sjá hér neðst.

Bjarni var ósáttur við fundarstjórn forseta enda hafði hann verið vændur um að brjóta lög um opinber fjármál vegna Samherjamálsins. Vildi Bjarni að Guðjón ávítti þingmenn sem hann gerði þó ekki.

„Þarna var það mat mitt að þetta væru harkaleg orðaskipti en ekki tilefni til þess að víta þingmann,“ segir Guðjón í samtali við Morgunblaðið í dag. Vísað er í lög um þingsköp þar sem segir að forseti skuli ávíta þingmann ef hann ber ráðherra brigslyrðum.

„Þetta er nú alltaf dálítið matskennt. Þarna var ekki verið að bera hann sökum persónulega heldur voru fyrst og fremst gerðar athugasemdir við embættisfærslur ráðherra. Að víta þingmann er mjög alvarlegur hlutur og það er mjög sjaldgæft að gengið sé svo langt að áminna þingmenn fyrir framferði sitt,“ segir Guðjón. Þarna hafi ásakanir ekki beinst að æru Bjarna.

Viðbrögð Bjarna hafa vakið töluverða athygli en myndband af því þegar Bjarni fékk nóg má sjá í seinna myndbandinu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað