fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Afhjúpun Kveiks heldur áfram: Átti að breyta fiskveiðilöggjöfinni í Namibíu til að styrkja stöðu Samherja enn frekar?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamenn The Namibian telja að fráfarandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernard Esasu, sem nú hefur verið rekinn úr embætti og fangelsaður, hafi ráðgert að gera breytingar á fiskveiðilöggjöf landsins, sem hefði styrkt stöðu Samherja enn frekar. Þetta stangast á við fullyrðingar forsvarsmanna Samherja um að fyrirtækið væri að draga sig frá Namibíu. Blaðamenn The Namibian hafa fengið hótanir vegna skrifa sinna um Samherja og segjast vera á varðbergi.

Þetta kemur fram í síðari hluta umfjöllunar þáttarins Kveiks á RÚV um málefni Samherja í Namibíu.

Mótmælagöngur hafa verið farnar í Namibíu undanfarið í kjölfar uppljóstrana fjölmiðla um mútugreiðslur Samherja til embættismanna og stjórnmálamanna í Namibíu til að komast yfir mikinn fiskveiðikvóta. Samherji er talinn hafa flutt stóran hluta af þeim gróða í skattaskjól. Mikið af þeim peningum hefur runnið í gegnum norska ríkisbankann DNB. Þar segja menn að hugsanlegt sé að glæpamenn hafi misnotað bankann en starfsmenn hans áttuðu sig margir hverjir ekki á greiðslum Samherja sem runnu í gegnum bankann til fyrirtækis á Kýpur sem kom peningum í skattaskjól.

Mikil fátækt er víða í Namibíu og Kveikur heimsótti hverfi þar sem mörg börn eiga ekki þak yfir höfuðið, fjölmargir íbúar borða aðeins eina máltíð á viku, börn leika sér hjá opnum holræsum og lifrarbólga C er útbreidd vegna saurmengunar í vatni. Viðmælandi Kveiks sagði að arður af auðlindum hefði getað runnið til þess verkefnis að draga úr fátækt í landinu en þess í stað færi hann til stórfyrirtækja á borð við Samherja.

Rætt var við yfirmann stofnunarinnar ACC sem fer með rannsókn á þeim spillingarmálum sem tengjast Samherja. Stofnunin hefur beðið um gögn frá Noregi og Íslandi vegna rannsóknarinnar og segist líta á rannsóknina sem prófmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum