fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Silfrinu – Atli afhjúpaði Jón í beinni – „Hann notaði taktík sem er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 13:06

Jón og Atli í Silfrinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Þór Fanndal, fyrrverandi ráðgjafi Pírata, tók Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega fyrir í beinni útsendingu Silfrisins í morgun. Atli nefndi mörg dæmi um hvers vegna það væri full ástæða til að tala um Sjálfstæðisflokkinn og spillingu í sömu setningu. 

Atli var fyrst spurður um hvað hann ætti við með hversdagslegt siðleysi en hann hafði komið inn á það í ræðu á Austurvelli í gær. „Við sjáum það til dæmis í því að það er maður sem situr hliðin á mér sem var að halda því fram að það væri ekkert öðruvísi við hann og það væri voðalega vont að tala beint til hans. Hann notaði taktík sem er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, að móðgast alltaf. Það er alltaf verið að ofsækja sjálfan sig. En hvers vegna á að beina spillingarorðum að Jóni Gunnarssyni? Hann er sá frambjóðandi sem fékk mesta styrki frá útgerðinni. Hann hefur fengið styrki persónulega, þrettán hundruð þúsund, fyrir tvær kosningar,“ sagði Atli

Hann hélt svo áfram: „Hann situr fyrir flokk sem fékk tuga milljóna í leynilega styrki frá bönkum og FL Group og lofaði að borga til baka. Gerði það aldrei. Það er enginn annar flokkur sem kemst einu sinni nálægt þessu. Þannig að það er alveg fullkomnlega eðlilegt að tala sérstaklega um Sjálfstæðisflokkinn, sem musteri og lögheimili spillingar á Íslandi. Það er bara eðlilegt að tala um þetta því það sjá þetta allir. En hluti af hversdags-siðleysisvæðingu, er að svona fótgönguliðar eru settir fram, menn eru hér með ákveðin markmið […] Þegar farið er að tala um kjarna málsins, að það sé einn flokkur sem útgerðin treystir mest og hefur fengið langmest frá útgerðinni þá er gripið til svona ofboðslegrar móðgunargirni. Því þá kreppir inn, þessi sterka ábyrgð okkar allra, því samfélagið almennt er frekar ábyrgt. Við erum voðalega ginkeypt fyrir því að við verðum að standa saman í ýmsum hlutum. Þess vegna geta menn, sem eru einfaldlega ekki á þeim stað, alltaf misnotað þetta,“ sagði Atli.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér. Atli hugðist telja upp dæmi um spillingu Jóns en var stoppaður af þáttastjórnanda, Agli Helgasyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“