fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Páll sakar Björn Leví um að dreifa falsfréttum og segir hann ala á spillingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, hefur nýlega opnað vefsvæði þar sem hægt er að rita nafnlausar sögur um spillingu í íslensku samfélagi. Hefur Björn núna tekið til við að endursegja sumar af sögunum sem honum hafa borist. Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, er ekki hrifinn af þessu tiltæki Björns og hefur þetta að segja um spillingarsögurnar á bloggsvæði sínu:

„Allt eru þetta óstaðfestar ásakanir nafnleysingja. Gamla orðið er slúður en nýyrðið falsfréttir.“

Páll er lítt hrifinn af því framtaki að birta nafnlausar frásagnir um spillingu og skefur ekki utan af gagnrýni sinni á framtakið:

„Stjórnmálamenn eins og Björn Leví ná helst árangi í samfélagslegri ormagryfju. Enda safnar þingmaðurinn ormum.“

Þess má geta að sögurnar eru ekki birtar á vefsvæðinu sem Björn Leví stofnaði. Þar er móttaka fyrir sögurnar og sagt er að vettvangurinn sé hjálpartæki fyrir Pírata til að kortleggja spillingu. Björn velur síðan úr sögur til birtingar og í morgun birti hann eftirfarandi spillingarsögur í Morgunblaðinu:

„Ég varð vitni að því að tveir starfsmenn voru að stela vörum af lager. Ég tilkynnti þjófnaðinn og annar var rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu.“

„Ríkisstarfsmaður skrifaði áfengi sem matvæli á reikning vegna ferðalags, þegar ég kvartaði þá var ég tekinn úr ferðalagi sem ég átti að fara í.“

„Menn verða að tilheyra réttum flokki til þess að eiga séns á að fá pláss á bát.“

„Ég hef fengið skammir í vinnunni fyrir það sem ég skrifa á netið og skilaboð um að það sé fylgst með því sem ég segi.“

„Stærsti vinnuveitandinn á staðnum skipaði öllu erlendu vinnufólki að kjósa ákveðinn flokk í sveitarstjórnarkosningum eða það myndi missa vinnuna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum