fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Páll sakar Björn Leví um að dreifa falsfréttum og segir hann ala á spillingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, hefur nýlega opnað vefsvæði þar sem hægt er að rita nafnlausar sögur um spillingu í íslensku samfélagi. Hefur Björn núna tekið til við að endursegja sumar af sögunum sem honum hafa borist. Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, er ekki hrifinn af þessu tiltæki Björns og hefur þetta að segja um spillingarsögurnar á bloggsvæði sínu:

„Allt eru þetta óstaðfestar ásakanir nafnleysingja. Gamla orðið er slúður en nýyrðið falsfréttir.“

Páll er lítt hrifinn af því framtaki að birta nafnlausar frásagnir um spillingu og skefur ekki utan af gagnrýni sinni á framtakið:

„Stjórnmálamenn eins og Björn Leví ná helst árangi í samfélagslegri ormagryfju. Enda safnar þingmaðurinn ormum.“

Þess má geta að sögurnar eru ekki birtar á vefsvæðinu sem Björn Leví stofnaði. Þar er móttaka fyrir sögurnar og sagt er að vettvangurinn sé hjálpartæki fyrir Pírata til að kortleggja spillingu. Björn velur síðan úr sögur til birtingar og í morgun birti hann eftirfarandi spillingarsögur í Morgunblaðinu:

„Ég varð vitni að því að tveir starfsmenn voru að stela vörum af lager. Ég tilkynnti þjófnaðinn og annar var rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu.“

„Ríkisstarfsmaður skrifaði áfengi sem matvæli á reikning vegna ferðalags, þegar ég kvartaði þá var ég tekinn úr ferðalagi sem ég átti að fara í.“

„Menn verða að tilheyra réttum flokki til þess að eiga séns á að fá pláss á bát.“

„Ég hef fengið skammir í vinnunni fyrir það sem ég skrifa á netið og skilaboð um að það sé fylgst með því sem ég segi.“

„Stærsti vinnuveitandinn á staðnum skipaði öllu erlendu vinnufólki að kjósa ákveðinn flokk í sveitarstjórnarkosningum eða það myndi missa vinnuna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu