fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Namibíumönnum gróflega misboðið – „Íslendingar borða fyrir ránsfenginn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meðan Namibíumenn hafa þurft að þola þurrka, hungur og fátækt um árabil, þá hefur Samherji fætt þúsundir Íslendinga ókeypis á árlegri fiskihátíð fyrir ránsfengin frá Namibíu.“ Svo hljóðar upphaf fréttar sem birtist í namibíska blaðinu Namibian Sun.

Fréttin er á forsíðu blaðsins, sem hefur verið leiðandi í umfjöllun um Samherjamálið í Namibíu. Ljóst er að mönnum þar í landi er stórlega misboðið vegna Fiskidagsins mikla sem haldinn er á Dalvík árlega. Í fyrra mættu allt um 30 þúsund gestir á hátíðina.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson vekur athygli á þessu á Facebook og þýðir hluta fréttarinnar. „Dagblað í Namibíu: „Þúsundir skemmta sér með illa fengnu fé: Íslendingum gefið að éta með mútuþýfi. Myndatextar: Matur og gleði: Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur annan laugardag í ágúst á Dalvík, Íslandi. Svengd: Svangir íbúar Namibíu, sem glíma við þurrk, eru taldir vera meira en 700.000.“ Við megum og eigum að skammast okkar.“

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10218564793370002&set=a.1068938962649&type=3&theater

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“