fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Sjáðu umdeilda ritgerð varaformanns SUS – „Blóðugur upp fyrir axlir“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2019 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Páll Magnús Pálsson, skrifaði um skipan hæstaréttardómara í BA-ritgerð sinni frá því í sumar. Ritgerðin fjallar af miklu leiti um skipan Jón Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem þótti afar umdeild á sínum tíma. Sjálfur Jón Steinar var leiðbeinandi Páls við ritgerðina, en vísað er í talsvert fleiri verk eftir hann en nokkurn annan, eða níu talsins. Stundin greinir frá þessu.

Páll Magnús, sem er sonur Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóra, segir í formála ritgerðarinnar að einungis hafi eitt nafn komið til greina við skrif ritgerðarinnar.

„Það var ekki bara vegna þess að skrif hans hafa að ýmsu leyti mótað skoðanir mínar í lögfræði, heldur einnig vegna þess að hann er „blóðugur upp fyrir axlir“ ef svo má segja, í því óstandi sem er á skipun dómara hér á landi og taldi ég hann geta veitt mér dýrmæta innsýn í viðfangsefni ritgerðarinnar. Hann tók vel í beiðni mína og fyrir það er ég honum þakklátur.“

Jón Steinar var árið 2004 skipaður hæstaréttardómari af þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde. Ekki voru allir ánægðir með þá ráðningu, en átta af níu hæstaréttardómurum töldu þrjá aðra dómara vera hæfari en Jón Steinar.

Ráðningin þótti einnig undarleg vegna vináttu Jóns Steinars við Geir og Davíð Oddsson, en saman höfðu þeir gefið út tímaritið Eimreiðina, á áttunda áratug seinustu aldar.

Páll heldur því fram í ritgerð sinni að ákveðnir dómarar hafi ekki hugnast ráðning Jóns Steinars. Auk þess segir Páll að ekki sé alltaf hægt að líta á álit faglegra umsagnaraðila sem heilagan sannleik.

„Fljótlega varð ljóst að stórum hluta dómara við Hæstarétt hugnaðist ekki að fá Jón Steinar til samstarfs við sig,“

„Faglegur umsagnaraðili er ekki alltaf eins faglegur og af er látið og við verðum að gæta okkar á því sjónarmiði að álit meintra faglegra umsagnaraðila sé einhvers konar æðri sannleikur,“

Páll segir einnig að ekki sé hægt að manna hlutlausa hæfnisnefnd á Íslandi, þar sem að allir þekki til allra í íslenska dómskerfinu. Páll vill því skoða möguleikan á því að fá hæfnisnefnd sem ekki þarf að gerast ábyrg vegna gjörða sinna.

„Við þurfum því að íhuga hversu góð lausn það er að færa skipunarvaldið nær algjörlega í hendur nefndar, sem ekki þarf að svara til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar.“

„Okkur ber að forðast það viðhorf sem virðist vera áberandi í samfélaginu að í hæfnisnefndinni komist aldrei að nein rangindi eða ómálefnaleg sjónarmið: að mat nefndarinnar sé sannleikur sem ekki megi víkja frá. Í nefndinni eru nefnilega mannlegir einstaklingar en munurinn á þeim og ráðherranum er að sá síðarnefndi ber allavega einhverja ábyrgð á sínum gjörðum.“

Hér er hægt að sjá ritgerð Páls í heilld sinni, en hún ber nafnið: Skipun dómara á Íslandi – Ófremdarástand

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð