fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Spurning vikunnar: Hvert er fallegasta orðið í íslenskri tungu?

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

„Eitt orð hefur mér ávallt þótt fallegt – „drengskapur“. Ég heyrði þetta orð fyrst í íslenskutíma þegar ég var krakki og fékk þá útskýringu að þetta merkti að vera heiðarlegur – en samt eiginlega svolítið meira. Bæði orðið og merkingin eru falleg.“

Ingvar Valgeirsson

 

„Mér finnst skúmaskot og gluggaveður æðisleg orð, en kannski er það meira út af því sem kemur upp í hausinn á mér við tilhugsunina um þau orð.“

Fanney Ómarsdóttir

 

„Orðið „fyrirgefðu“. Vegna þess að það getur lagað til dæmis vináttu hjá fólki og svo margt annað. Að biðjast fyrirgefningar af einlægni. Það finnst mér fallegt.“

Marta Jóhannsdóttir

 

„Ég hef alltaf elskað orðið „tungumál,“ því það er nákvæmlega það sem orðið segir: Vandamál tungunnar. Einnig elska ég orðið „vinnukonur“ þegar kemur að rúðuþurrkum.“

Jón Sawyer

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“