fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Gunnlaugur rekinn – Hvað er að gerast í Borgarbyggð?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi Auðunni Júlíussyni upp störfum sem sveitarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu, en hún er heldur loðin. Þar er einungis talað um „Mismunandi sýn á stjórnun sveitarfélagsins“ en þó fullyrt að sveitarstjórn „standi einhuga á bakvið þessa ákvörðun“.

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson er einn þekktasti langhlaupari landsins og hefur getið sér frægð fyrir þátttöku sína í svokölluðum ofurhlaupum þar sem hundruð kílómetra eru lögð að baki.

Frétt sem birtist á Vísi í fyrra vekur upp spurningar um hvað sé í gangi bak við tjöldin í Borgarbyggð. Í þeirri frétt er haft eftir Gunnlaugi að samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins séu oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum í starfsmenn sveitarfélagsins við skyldustörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“