fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Manngildi gjaldþrota – Tvær starfsmannaleigur Ingimars Skúla í þrot á innan við tveimur árum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 13:48

Ingimar Skúli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manngildi starfsmannaþjónusta ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 30. október síðastliðinn. Innköllun þrotabúsins birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.

Ingimar Skúli Sævarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Manngildis, var handtekinn í október 2018, en Manngildi var grunað um að leggja stund á skjalafals. Grunur var þá á því að starfsmenn starfsmannaleigunnar hefðu komið til Íslands á fölsuðum skilríkjum.

Ingimar rak áður starfsmannaleiguna Verkleigan sem var grunuð um umfangsmikil skattalagabrot. Verkleigan fór í þrot vorið 2018. Ingimar átti í harðvígum deilum við fyrrverandi starfsmenn Verkleigunnar, þeirra á meðal var Halla Rut Bjarnadóttir, en hún varð síðar fyrirsvarsmaður starfsmannaleigunnar Menn í Vinnu ehf. sem hefur mikið verið til umfjöllunar á árinu.

Ingimar stofnaði í kjölfarið Manngildi.

 

Sjá einnig: 

Þóra og Unnur í hálfgerðu losti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“