fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Fréttir

Í hnotskurn – Hvað er Samherji sakaður um?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 23:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stuttu máli sýnir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar fram á að Samherji hafi greitt embættismönnum og stjórnmálamönnum í Namibíu mörg hundruð milljónir króna í mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta við strendur landsins.

Þetta eiga gögn sem Wikileaks hefur birt að sýna.

Samherji mun hafa veitt hestamakríl að verðmæti um 55 milljarða króna við strendur Namibíu.

Samherji er einnig vændur um að hafa komið tekjunum af þessum veiðum í skattaskjól.

„Þetta er bara glæpastarfsemi, þetta er bara skipulögð glæpastarfsemi. Þeir eru að græða á auðlindum landsins, taka allan pening út úr landi til þess að fjárfesta annarstaðar, þá í Evrópu eða Bandaríkjunum,” segir Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja sem sjálfur viðurkennir að hafa framið lögbrot í starfi hjá fyrirtækinu. Kom þetta fram í þættinum Kveikur.

Mútugreiðslur eru bannaðar bæði á Íslandi og í Namibíu. Viðurlög í Namibíu fyrir mútugreiðslur geta verið fimm ára fangelsi.

Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og er einnig komið inn á borð héraðssaksóknara Reykjavíku.

Sjá nánar á RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Í gær

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Í gær

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón