fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Fréttir

Logandi brúðkaup í Þingvallakirkju – Eldur kviknaði í brúðkaupsgestinum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvik átti sér stað í brúðkaupi í Þingvallakirkju í síðastliðnum október en eldur kviknaði í fatnaði eins brúðkaupsgests. RÚV greindi frá því í dag að Þingvallanefnd harmi atvikið en nefndin ætlar að fara yfir reglur og verklag um meðferð elds og kerta í kirkjunni.

Einar A. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir að það sé í verkahring landvarða að sjá um afhendingu á kirkjunni þegar hún er í útleigu. Einnig er það í þeirra verkahring að fylgjast með því að farið sé eftir reglum þegar athafnir eru í gangi.

Kirkjan hafði verið skreytt óvenju mikið í þessu brúðkaupi en kertum var dreift um hana alla. Þá rak einn gestanna sig í skreytingu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í fatnaði hans. Meiðsli voru þó ekki alvarleg en þetta var góð áminning um að varlega skuli fara með kerti og skreytingar í timburkirkjum sem þessari.

Nefndin mun funda saman í vikunni til að ræða málið. Takmarka á meðferð kerta umfram þau sem tilheyra altarinu í kirkjunni. Auk þess munu útskýringar á mikilvægi eldvarna vera meiri til þeirra sem leigja kirkjuna og eldfimar skreytingar verða takmarkaðar. Þá munu raflagnir og eldvarnir í kirkjunni vera yfirfarðar svo hægt sé að koma í veg fyrir að tjón verði ef eldur kemst aftur upp í kirkjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda
Fréttir
Í gær

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas