fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Fjöldi Íslendinga rændur á Spáni: „Ástæða til að flíka ekki einu eða neinu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin misseri hafa þónokkrir Íslendingar verið rændir á Spáni. Þetta kemur fram á Facebbok-síðu þar sem að fjöldi Íslendinga sem annaðhvort býr eða ferðast til Costa Blanca-svæðisins, tjáir sig um allskonar mál.

Í gærkveldi birti einn meðlimur hópsins færslu er varðaði Íslendinga sem höfðu verið leikin grátt, en svo virðist vera að fólk verði að passa sig í utanlandsferðum.

„Íslendingar hafa verið rændir undanfarið og hefur ræðismaður Íslands gefið út 8 vegabréf á einni viku vegna þess. Fimm þeirra voru vegna rána í Consum í Orihuela! Það er því ástæða til að flíka ekki einu eða neinu, passa vel upp á veskin sín, vegabréf og peninga.“

Fyrir neðan þessa færslu hafa nokkrir einstaklingar skrifað ummæli, en í einu þeirra segir frá Íslendingi sem var rændur á flugvellinum í Alicante.

„Einn Íslendingur var rændur á flugvellinum í Alicante, hann var að ganga frá leigu á bíl, var með tösku vagn við hliðina á sér með nokkrum töskum á. Þegar hann var búin að ganga frá leigunni var ein taskan horfin, einhver hafði labbað fram hjá og kippt henni með og í henni voru vegabréf, tölva og fleira. Fór með hann til ræðismanns til að fá ný vegabréf og hann sagði mér að það væri gengi á flugvellinum sem stundaði þetta. Svo já við skulum vera á verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“