fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Albanska konan segist vera mjög verkjuð: „Mér líður ekki vel“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albanska konan sem flutt var úr landi í gær segist vera mjög verkjuð og á leiðinni á spítala í Albaníu. Stundin greinir frá þessu.

„Mér líður ekki vel eins og er og er á leiðinni á spítala,“ segir albanska konan í samtali við Stundina en hún lenti í heimalandinu seint í gærkvöldi. Konan er komin 36 vikur á leið en læknar á mæðradeild Landspítalans höfðu mælt gegn því að hún myndi fljúga í þessu ástandi. Þrátt fyrir það var hún flutt úr landi með flugi í lögreglufylgd.

Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að albanska konan hafi átt sitt fyrra barn með keisaraskurði á 36. viku meðgöngu. „Ég var að hringja til þess að reyna að ná sambandi við hana vegna þess að ég er með smá áhyggjur. Ég er bara að reyna að fá fréttir,“ sagði Morgane þegar hún talaði við Stundina í gær.

Þá kemur einnig fram að Morgane hafi ítrekað reynt að ná í albönsku konunna yfir daginn en allt kom fyrir ekki. Eftir að hún hafði hringt töluvert oft í síma konunnar þá svaraði fyrrverandi nágranni hennar símanum. Nágranninn sagði við Morgane að albanska konan hafði skilið símann sinn eftir. Átti Morgane erfitt með að skilja af hverju hún hafi ekki tekið símann með sér. „Hún skildi símann sinn eftir á hótelinu, sem er skrítið, þar sem hún er með fullt af myndum inni í símanum,“ sagði Morgane.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi