fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

17 ára piltur á von á 130 þúsund króna sekt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2019 08:47

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för sautján ára ökumanns á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi. Bifreið piltsins mældist á 126 kílómetra hraða en á þessum kafla brautarinnar er 80 kílómetra hámarkshraði.

Að sögn lögreglu var pilturinn ekki með ökuskírteini sitt meðferðis og var málið afgreitt með aðkomu móður hans og tilkynningu til Barnaverndar. Samkvæmt sektarreikni á vef Samgöngustofu á pilturinn von á 130 þúsund króna sekt vegna hraðakstursins.

Lögregla handtók mann í annarlegu ástandi í Árbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hann er grunaður um nytjastuld bifreiðar, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá er maðurinn talinn hafa ekið á tvær bifreiðar og stungið af frá umræddum óhöppum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Í gær

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið