fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Ráðgjafi GAMMA ákærður fyrir tugmilljarða fjársvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2019 15:59

GAMMA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi ráðgjafi GAMMA í New York, Bretinn Pavan Bakhshi, hefur verið ákærður af bandaríska dómsmálaráðuneytinu fyrir fjársvik upp á tugi milljaða króna. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu. Málið er ótengt störfum mannsins fyrir GAMMA.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur gefið út tilkynningu um Bakhshi þar sem kemur fram að hann og samverkamenn hans hafi svikið hundruð milljóna dollara út úr fjárfestum með blekkingum. Samsvara svikin tugum milljarða íslenskra króna. Er þeim gefið að sök að hafa gróflega ýkt virði fyrirtækis sem þeir stýrðu og þannig fengið fjárfesta með sér í að kaupa félagið og afskrá það. Hafi þeim tekist með sviksamlegum aðferðum  að fá fjárfestingafélag til að fjárfesta andvirði 7 milljarða króna í að afskrá félagið.

Brotin eru sögðu umfangsmikil og hafa átt sér stað á um tveggja og hálfs árs tímabili, frá vori 2015 til hausts 2017.

Maðurinn lét af störfum fyrir GAMMA snemma árs 2018 og sem fyrr segir eru meint svik hans með öllu ótengd störfum hans fyrir GAMMA.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sérfræðingur segir innrás Bandaríkjanna í Grænland vera afar ólíklega

Sérfræðingur segir innrás Bandaríkjanna í Grænland vera afar ólíklega
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Í gær

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz
Fréttir
Í gær

Reykjanesbær tæmdi geymslur á Ásbrú og neitar að greiða bætur

Reykjanesbær tæmdi geymslur á Ásbrú og neitar að greiða bætur