fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Blaðamaður kallaði Maríu Lilju „tussu“: „Gilda kröfur þínar um mannasiði og kurteisi bara um alla aðra?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. október 2019 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í gær spratt upp talsverð úlfúð á Twitter vegna orðalags Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Femínistar gagnrýndu hana fyrir karllægt orðalag. Ein þeirra sem tók til máls var María Lilja Þrastardóttir en hún sagði að það væri í lagi að gagnrýna konur og á sama tíma vera femínisti.

„Áslaug Arna er ekki útlensk, fátæk eða úr blokk í fellunum. Hún er hámenntuð rík Garðabæjarmær og DÓMSMÁLARÁÐHERRA. Ég held að færri manneskjur njóti meiri forréttinda í heiminum. Hún er á toppnum og þarf engan hlífðarskjöld frá pöpulnum,“ skrifaði María Lilja.

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Viljanum, skrifaði athugasemd við þessa færslu. „Hún þarf samt að vinna og bera ábyrgð sem er meira en þú getur gortað þig af tussan þín,“ skrifaði hún. Fjöldi fólks á Twitter hefur endurbirt þessi ummæli. Sumir vekja athygli á því að Erna Ýr kallar oft eftir kurteisi annarra en leyfir sjálfri sér að tala svona. Haukur Bragason skrifar til að mynda: „Gilda kröfur þínar um mannasiði og kurteisi bara um alla aðra en þig?“ og birtir sjáskot af þremur mismunandi skiptum þar sem hún kallaði eftir mannasiðum.

María Lilja svaraði þessu sjálf og sagði það mikinn misskilning að hún væri ekki í vinnu. „Shit ég var bara að sjá þetta núna. Magnað hvernig Erna Ýr og flokkssystkini hennar þykjast vita eitthvað um mig og mitt líf. Ég er reyndar í fullri vinnu og fullu námi auk þes að bera ábyrgð á heimili með nokkrum börnum. Fyrir þeim er ég þó ekkert meira en eiginkona trommarans,“ skrifaði hún.

Erna Ýr er blaðamaður á Viljanum sem Björn Ingi Hrafnsson stýrir. Björn Ingi segir í samtali við DV að hann fylgdist ekki sérstaklega með því hvað starfsmenn hans segja á samfélagsmiðlum. Hann hafði ekki séð umrædd ummæli þegar DV náði tali af honum og sagðist almennt ekki skipta sér af því hvað starfsmenn hans segðu á netinu. Eftir að hafa kynnt sér ummæli Ernu sagðist hann telja að þau væru ekki verjanleg og Erna hljóti að biðjast afsökunar á því að hafa farið yfir strikið.

Björn hefur talað um það á Viljanum hvað það sé mikilvægt að menn hjóli í boltann en ekki í manninn. Fyrir um mánuði skrifaði hann pistil um nákvæmlega það.

„Farið er í manninn en ekki boltann í auknum mæli, svo gripið sé til líkingamáls úr heimi knattspyrnunnar og einfalda útgáfan er einhvern veginn sú, að sá sem er ekki á sömu skoðun og maður sjálfur hlýtur að vera illa gefinn vitleysingur, svo það sé orðað mun kurteislegra en víða sést á netinu þessa dagana.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“