fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Simmi fer í bátastríð við Skúla í Subway – Hefur eignast helmingshlut í Hlöllabátum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2019 12:55

Skúli rekur Subway en Sigmar keypti nýlega helminginn í Hlöllabátum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV, keypt 50% hlut í Hlöllabátum.

Segja má að þetta sé nokkuð skáldleg viðskiptaákvörðun vegna þess að Hlöllabátar eru íslenskir samlokubátar en samlokubátarnir á Subway eru frá Bandaríkjunum. Aðaleigandi Subway á Íslandi, Skúli Gunnar Sigfússon, og Sigmar hafa átt í hörðum deilum um lóðarréttindi á Hvolsvelli. Var ósamkomulag milli þeirra um ráðstöfun Skúla á lóð sem tilheyrði sameiginlegu félagi þeirra sem þeir stofnuðu áður en brestir komu í samstarf þeirra. Sigmar, sem vildi losna úr samstarfinu, fékk áformum Skúla um uppbyggingu á lóðinni hnekkt fyrir héraðsdómi í fyrra. Skúli áfrýjaði til Landsréttar og verður dómur í málinu kveðinn upp í Landsrétti í fyrramálið.

Sigmar er nú að láta til sín taka á ný á veitingamarkaðnum eftir að hafa dregið sig út úr rekstri Hamborgarafabrikkunnar, Keiluhallarinnar og fleiri fyrirtækja. Á næstunni mun Sigmar opna sportbarinn Barion í Mosfellsbæ. Sigmar er  bendlaður við fleiri verkefni í veitingabransanum en hann vildi ekkert tjá sig um áform sín er DV leitaði til hans um upplýsingar.

DV hefur hins vegar staðfestar heimildir fyrir kaupum Sigmars í Hlöllabátum og því er ljóst að þeir Skúli og Sigmar eru orðnir keppinautar á samlokumarkaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“