fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Sjö flugdólgar í slagsmálum í flugvél á leiðinni til Tenerife

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. október 2019 18:07

Skjáskot Metro

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö breskir karlmenn, flestir stórir og sterklegir, voru handteknir eftir að flugvél easyJet sem var á leiðinni frá Manchester til Tenerife var neyðarlent í Faro í Portúgal, vegna slagsmála mannanna um borð.

Slagsmálin brutust út fljótlega eftir flugtak. Flugfreyju tókst þá að stilla tímabundið til friðar milli mannanna, eins og sjá má í myndbandi frá Metro hér að neðan. En síðan hófu mennirnir að slást á ný. Farþegar reyndu þá að skilja mennina að og í þeim átökum hrækti einn mannanna í auga konu um borð.

Öryggisverðir á flugvellinum í Faro eru sagðir hafa tekið mennina engum vettlingatökum og áttu þeir enga möguleika á að brjótast úr haldi þeirra.

Í fréttatilkynningu easyJet vegna málsins segir að atvik á borð við þetta séu sjaldgæf um borð í farþegaþotum félagsins en þau séu litin mjög alvarlegum augum og ógnandi hegðun um borð sé ekki liðin.

Vélin komst á áfangastaðinn Tenerife og tafðist aðeins um tvær og hálfa klukkustund vegna atviksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 4 dögum
Maðurinn er fundinn