fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Rekstaraðilar í miðborginni senda skýr skilaboð: Yfirvöld fá það óþvegið í auglýsingu í Morgunblaðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2019 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstaraðilar í miðborginni senda borgaryfirvöldum skýr skilaboð með heilsíðuauglýsingu sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Eins og kunnugt er stendur til að hluti Laugavegar verði gerður að varanlegri göngugötu.

Rekstaraðilar eru allt annað en sáttir við þetta ef marka má auglýsinguna í Morgunblaðinu í dag.

„Samkvæmt könnunum sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu, þá eru 70% rekstraraðil á Laugavegi og Skólavörðustíg andvígir lokunum. Samkvæmt sömu könnun munu 27% íbúa höfuðborgarsvæðisins koma sjaldnar eða mun sjaldnar í miðbæinn ef um víðtækar götulokanir verður að ræða. Verslun og þjónusta í miðbænum hefur ekki efni á því að missa fjórða hvern viðskiptavin!“

Sjá einnig: Hildur: „Rekstaraðilar þurfa engu að kvíða“ – Verður Laugavegur gerður að varanlegri göngugötu?

Þá er bent á að borgaryfirvöld ætli ekki að standa við gefin loforð um að opna Laugaveg og Skólavörðustíg fyrir bílaumferð þann 1. október heldur standi til að hafa lokað allt árið, þrátt fyrir andstöðu rekstaraðila.

„Mikill flótti fyrirtækja hefur verið úr miðbænum og hafa flestir forsvarsmanna þeirra talað um lélegt aðgengi að fyrirtækjum þeirra vera ástæðuna. Lokun gatna hjálpar þar ekki til. Það er með ólíkindum að borgaryfirvöld hafi undanfarin ár verði í stríði við verslun í miðbænum um lokanir og gengið þvert gegn vilja þeirra í þeim efnum. Það á að vera stolt hverrar höfuðborgar að vera með fjölbreytta þjónustu sem höfðar til allra landsmanna.“

Þá segjast rekstaraðilar við Laugaveg og Skólavörðustíg vilja fá að keppa við önnur verslunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu af sanngirni og án afskipta borgaryfirvalda af sínu rekstarumhverfi.

„Verslun í miðbænum hefur þurft að sætta sig við hærri stöðumælagjöld auk skert aðgengi að miðbænum. Veðrið spilar stóran þátt í því hvort fólk kemur í miðbæinn eða ekki, göngugötur skipta þar ekki máli. Fyrst að það er stefna borgaryfirvalda að fjölga göngugötum í Reykjavík því byrja þeir ekki á þeim svæðum þar sem meirihluti rekstraraðila er fylgjandi lokunun eins og í Kvosinni og úti á Granda. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað um lokanir gatna í miðbænum. Það er ekki samráð þegar borgaryfirvöld kalla okkur rekstraraðila á fund til að tilkynna okkur hvað þeir hyggist fyrir og láta síðan allar mótbárur sem vind um eyru þjóta. Nei, það er ekki samráð heldur valdníðsla og yfirgangur!“

Rekstaraðilar leggja svo til nokkur nokkur atriði, til dæmis að bílastæðagjöld verði aflögð, horfið verði frá götulokunum og litlir rafmagnsstrætisvagnar verði teknir í notkun sem aka um miðbæinn.

„1. Horfið verði frá öllum götulokunum en tekið upp raunverulegt samstarf við rekstraraðila í miðbænum um lokanir á góðviðrisdögum, líkt og gefið hefur góða raun á Akureyri. Allt verði þetta unnið í sátt við rekstraraðila.

2. Bílastæðagjöld verði aflögð og teknar upp framrúðuskífur í staðinn, líkt og gefið hafa góða raun á Akureyri. Frítt verði að leggja í eina til þrjár klukkustundir eftir staðsetningu frá helstu verslunargötum.

3. Frítt verði að leggja í bílastæðahúsum í allt að tvær klukkustundir.

4. Litlir rafmagnsstrætisvagnar verði teknir í notkun sem aki um miðbæinn, milli Lækjartorgs og Hlemmtorgs. Vagnarnir stöðvi ört og einn miði gildi í þrjár klukkustundir svo viðskiptavinir geti komið víða við á ferð sinni.

Þessar tillögur leggjum við fram að vandlega ígrunduðu máli sem hófstillta og raunhæfa málamiðlun til að efla verslunina í miðbænum á nýjan leik. Þannig getum við stöðvað viðskiptaflóttann og skapað blómlegan miðbæ fyrir alla landsmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd