fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Svavar og Berglind vilja 220 milljónir fyrir Karlsstaði – Keypt á aðeins 24 milljónir árið 2005 – Sjáðu myndirnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. janúar 2019 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlsstaðir í Berufirði hafa gengið kaupum og sölum síðustu ár. Ýmsir hafa reynt fyrir sér í búskap og reyndu meðal annars óprúttnir aðilar fyrir sér í kannabisræktun fyrir margt löngu. Árið 2005 var jörðin auglýst á 25 milljónir en var að lokum seld á 24 milljónir. Í dag er jörðin í eigu Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Häsler. Fyrir hálfgerða tilviljun keyptu þau Karlsstaði árið 2014 og komu að sjálfsögðu ekki nálægt hinni umdeildu ræktun, svo því sé haldið til haga. Í samtali við Austurfrétt árið 2017 greindi Svavar frá því að hann sé ættaður úr Berufirði en stefnan hafi ekki verið að setjast að á þeim stað. Eru bæði Berglind og Svavar uppalin í Reykjavík. Á Karlsstöðum eru meðal annars framleiddar grænmetispulsur, og flögur úr kartöflum og grænkáli. Auk þess býr Svavar til tónlist sem Prins Póló.

Berglind hefur starfað fyrir svæðisútvarp RÚV á Austurfjörðum en einnig hafa Svavar og Berglind rekið plötubúð og gallerí undir merkjum Havarís. Ástæða þess að þau leituðu út á land hafi verið hátt íbúðarverð. Stefnan var sett fyrst á Strandir og bjuggu þau á Drangsnesi 2013 til 2014 áður en þau settust að á Karlsstöðum. Lýsir Svavar þeirri för á þessa leið:

„En daginn sem við komum í Berufjörðinn létti til, sólin gægðist fram og jörðin var eins og þakin glitrandi perlum. Þetta var mjög fallegt og átti örugglega sinn þátt í hve okkur leist vel á staðinn. Við keyptum jörðina og fluttum hingað vorið 2014 með börnin okkar þrjú.“

Síðan þá hafa hjónin byggt upp ferðaþjónustu og endurnýjað töluvert byggingar á jörðinni sem hafa verið nýttar í ferðaþjónustu. Á Austurfrétt er nú greint frá því að eignin sé til sölu en verðið hefur aðeins hækkað frá árinu 2005 og er nú ásett verð 220 milljónir.

Í lýsingu á eign segir:

„Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Jörðin er 135 ha að stærð og þar af 25 ha ræktuð tún og matjurtagarðar. Auk þess á jörðin ca 400 ha af óskiptu landi með tveimur nágrannabæjum. Þar á meðal hluta af Krossdal þar sem er afréttur og ágæt rjúpnaveiði. Hreindýraarður er á jörðinni. Á Karlsstöðum er stunduð grænmetisrækt, veitingaþjónusta, rekstur gistiheimilis og matvælaframleiðsla.

Á strandlengju Karlsstaða er mikið fuglalíf og gott og vaxandi æðarvarp. Möguleikar á sjósókn. Skógræktarsamningur er á jörðinni. Ljósleiðari er á áætlun á næstu mánuðum. Um er að ræða einstaka náttúruperlu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni