fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 09:00

Mantas og Migle við fiskabúrið glæsilega. Það er þó ekki svipur á sjón eftir að kórölunum var stolið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vitum nákvæmlega hverjir brutust hingað inn og rændu okkur. Þeir hafa leikið sama leikinn við fleira fólk. Við hyggjumst kæra málið til lögreglu og okkur er kunnugt um að það hafa fleiri gert,“ segja Mantas Zabulis og Migle Milinauskaite í samtali við DV. Á vikutímabili var tvívegis brotist inn í íbúð þeirra í Hafnarfirði. Í fyrra skiptið urðu þjófarnir frá að hverfa en í seinna skiptið tókst þeim að hafa á brott með sér það sem þeir höfðu augastað á, forláta kórala úr glæsilegu fiskabúri parsins. Fleiri áhugamenn um fiska og allt sem þeim tengist hafa orðið fyrir barðinu á þjófunum sem beita ætíð sömu aðferðinni. Þeir lýsa yfir áhuga á að kaupa tiltekna fiska eða kórala, kíkja í heimsókn og skoða. Stuttu seinna er brotist inn og fiskunum stolið en önnur verðmæti hunsuð.

Höfðu óskað eftir að kaupa kórala

Fyrsta innbrotið hjá Mantas og Migle átti sér stað fyrir rúmri viku þegar þau voru í stuttri helgarferð úti á landi. „Þjófarnir brutu upp glugga hjá okkur en virðast hafa þurft frá að hverfa. Það eina sem hvarf var stytta úr glugganum. Við vorum viss um að ætlunin hefði verið að stela tölvunum okkar og öðrum verðmætum þannig að við settum í hvelli upp hreyfiskynjara inni í íbúðinni og löguðum gluggann.“ Tíminn var naumur því framundan var vikufrí á Kanaríeyjum hjá parinu.

Þegar Mantas og Migle komu heim úr fríinu kom í ljós að búið var að brjóta upp annan glugga á íbúðinni þeirra og núna hafði þjófunum tekist ætlunarverk sitt. „Þeir höfðu mokað öllum kórölunum okkar úr 500 lítra fiskabúrinu í stofunni. Þetta eru rándýrir og sjaldgæfir kóralar sem tekið hefur okkur langan tíma að rækta. Þjófarnir höfðu þó ekki litið við tölvunum né öðrum verðmætum hlutum sem maður myndi ætla að væri stolið í innbrotum,“ segir Mantas. Þá hafi þeir farið fagmannlega að við innbrotið, meðal annars notað langt rafmagnsrör til þess að slá hreyfiskynjarann niður á gólf og gera hann óvirkan.

Hið glæsilega fiskabúr Mantas og Migle áður en kórölunum var stolið.

Um leið og Mantas og Migle sáu hvernig umhorfs var eftir innbrotið þá læddist að þeim sá grunur að asísku mennirnir fjórir, sem höfðu kíkt í heimsókn nokkru fyrr til þess að skoða fiska með hugsanleg kaup í huga, hefðu átt hlut að máli. „Einn þeirra hafði sýnt kórölunum sérstakan áhuga og bent á þá og beðið um verð. Þegar maður lítur til baka þá held ég að hann hafi hreinlega verið að panta það sem hann langaði í,“ segir Migle. Í framhaldinu var parið í samskiptum við manninn varðandi kaupin í textaskilaboðum. „Hann vissi að yrðum ekki heima í bæði skiptin sem brotist var inn,“ segir hún.

Eins og áður segist hyggjast Mantas og Migle kæra innbrotin til lögreglu. „Við settum inn skilaboð um þjófnaðinn á síðu þeirra sem hafa áhuga á fiskum og þá kom í ljós að fleiri höfðu orðið fyrir barðinu á sömu mönnum,“ segja þau.

Allir vita hverjir þessir menn eru

Einn þeirra er Kjartan Geirsson sem rekur sveitabúðina Skrautfiskar. Hann segir: „Ég er með aðstöðu í bílskúrnum á heimili mínu og er þar með allmörg fiskabúr. Í lok nóvember á síðasta ári kom hópur manna að skoða hjá mér fiska. Þeir keyptu eitthvert smotterí en skoðuðu síðan aðra mun dýrari fiska gaumgæfilega og voru mjög áhugasamir.“ Nokkru síðar þegar Kjartan var staddur erlendis gerði sonur hans honum viðvart um að búið væri að brjótast inn í skúrinn.

„Þá var búið að stela þeim fiskum sem þeir höfðu sýnt mestan áhuga. Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur. Þeir brutu upp glugga til þess að komast inn. Verst var að kuldinn sem kom inn í kjölfarið gerði að verkum að fjölmargir fiskar drápust hjá mér,“ segir Kjartan. Hann segist hafa kært málið umsvifalaust til lögreglu og gefið þeim upplýsingar um hverja hann taldi vera að verki. „Það voru ýmis önnur verðmæti í skúrnum sem þeir tóku ekki með sér. Þetta eru ekki miklir hugsuðir að mínu mati því það er svo augljóst hverjir voru að verki,“ segir Kjartan. Hann segist einnig vita um fleiri áhugamenn um fiska sem hafi orðið fórnarlömb þjófanna auk þess sem þeir hafi hnuplað úr verslunum sem selji fiska. „Það vita allir í þessu litla samfélagi hverjir þessir menn eru,“ segir Kjartan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?