fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Þorbergur svarar fyrir fréttaflutning um meint dólgslæti í flugi Wizz air – Edrú síðan 2012 ,,Haft slæm áhrif á mína nánustu”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2019 23:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi landsliðsþjálfari og landsliðsmaður í handbolta, Þorbergur Aðalsteinsson, segir að atvik um borð í Wizz air flugvél í ágúst, þar sem hann átti að hafa verið flugdólgur, hafi verið blásið upp í íslenskum fjölmiðlum. Málið hafi verið fellt niður af lögreglu í Stafangri í Noregi og verður ekkert aðhafst í málinu. Eins þvertekur hann fyrir að hafa verið drukkinn í umrætt sinn.

Það var Hringbraut sem nafngreindi Þorberg sem meintan flugdólg sem hefði verið handtekinn í Noregi eftir atvik um borð í flugi Wizz air á leið frá Búdapest til Keflavíkur.  Í þeirri frétt var fullyrt að Þorbergur yrði kærður fyrir brot gegn flugverndarlögum eftir að hann reyndi í annarlegu ástandi að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefa. Í frétt Hringbrautar sagði að þetta væri haft eftir öruggum heimildum.  Þar var fullyrt að uppákomuna mætti rekja til gífurlegra vonbrigða Þorbergs þegar hann gat ekki fest kaup á súpu um borð í vélinni.

Þorbergur segir í færslu á Facebook að hann hafi ekki verið drukkinn. Hann hafi ekki snert áfengi í sjö ár sökum heilsubrests.

„Lögreglan í Stafangri í Noregi hefur fellt niður rannsókn máls á hendur mér, vegna atviks um borð í flugvél Wizz air um miðjan ágúst 2019. Eins og fram hefur komið hjá lögreglunni í Stafangri, var málið blásið upp í íslenskum fjölmiðlum, langt umfram tilefni. 

Ég var ekki undir áhrifum áfengis þegar þetta atvik kom upp enda hef ég ekki snert áfengi frá árinu 2012 í kjölfar heilsubrests. 

Því miður hef ég þurft að sitja undir ásökunum og sögusögnum frá því að íslenskir fjölmiðlar birtu nafn mitt í tengslum við þetta atvik og hefur það valdið mér bæði skaða og haft slæm áhrif á mína nánustu. Þess vegna er rétt að ég taki fram að lögreglan í Stafangri í Noregi mun ekkert aðhafast frekar í málinu og er því lokið af þeirra hálfu enda er ekkert tilefni til áframhaldandi rannsóknar né aðgerða.“ 

Rétt er að taka fram í frétt Hringbrautar var talað um að Þorbergur hefði verið lyfjaður og í annarlegu ástandi, en ekki fullyrt að hann hafi verið ölvaður,  í færslu Þorbergs er þó aðeins vísað til áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“