fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Þetta er fjölmiðlafólkið sem fór í boðsferð auðmanns til Vopnafjarðar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2019 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlafólk frá fjórum íslenskum fjölmiðlum þáði ókeypis flug til Vopnafjarðar í gær. Það var auðmaðurinn James Ratcliffe sem bauð fólkinu þangað til að vera viðstatt blaðamannafund um áætlanir hans á svæðinu.

Stundin greinir frá þessu. Tveir starfsmenn Fréttablaðsins fóru í ferðina. Það voru þau Aðalheiður Ámundadóttir blaðamaður og Ernir Eyjólfsson ljósmyndari. Frá Morgunblaðinu fóru Höskuldur Daði Magnússon blaðamaður og Haraldur Jónasson ljósmyndari.

Einn starfsmaður Bændablaðsins fór í boðferðina, Vilmundur Hansen blaðamaður. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður á Stöð 2 þáði einnig far í ferðina. Fréttamenn bæði frá RÚV og Austurfréttum voru viðstaddir en þáðu ekki flugfar austur á land. Stundin vekur athygli á því að þeim hafi ekki verið boðið á fundinn. Rétt er að taka fram DV var ekki heldur boðið í ferðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“