fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Átök við Salaskóla: Hvorki hnífar né barefli fundust – Piltunum ekið heim

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 10:03

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um átök unglingspilta við Salaskóla í gærkvöldi. Í tilkynningunni kom fram að einhverjir í hópnum væru með hnífa og barefli, eins og fjölmiðlar greindu frá í morgun.

Í tilkynningu lögreglu vegna málsins kemur fram að lögregla hafi brugðist skjótt við og haldið þegar á vettvang. Átökin voru yfirstaðin þegar þangað var komið, en lögregla ræddi þó við nokkra hlutaðeigendur og var þeim síðan ekið til síns heima þar sem rætt var við foreldra viðkomandi.

„Engir sjáanlegir áverkar voru á neinum piltanna sem komu við sögu og hvorki hnífar né barefli fundust í tengslum við málið. Unglingarnir voru sammála um að til deilna hefði komið, en sitt sýndist hverjum um atburðarásina. Málið er í rannsókn og unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi