fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ráðist á unglinga í Kópavogi: Hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 08:26

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að ráðist hefði verið á unglinga við Salaskóla í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn tilkynnanda voru hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti. Í tilkynningu kemur fram að málið sé í rannsókn en engar frekari upplýsingar eru gefnar upp í skeyti sem lögregla sendi frá sér.

Lögreglu barst einnig tilkynning um að fólk hefði ráðist að húsi í Kópavogi í gærkvöldi. Lögregla var send á staðinn en ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn eða hvort einhverjar skemmdir hafi verið unnar á húsinu. Lögregla handtók svo einstaklinga fyrir þjófnað í verslun á Nýbýlavegi.

Bifhjólamaður var staðinn að ofsaakstri í Ártúnsbrekku á ellefta tímanum í gærkvöldi, en hjól mannsins mældist á 140 kílómetra hraða. Hámarkshraði þarna er 80 kílómetrar á klukkustund.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat