fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Stöðvaður á Reykjanesbraut og á von á 240 þúsund króna sekt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem gómaður var á Reykjanesbraut af lögreglunni á Suðurnesjum á dögunum á von á 240 þúsund króna sekt og sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði. Bifreið mannsins mældist á 165 kílómetra hraða en þarna er 90 kílómetra hámarkshraði.

Alls hafa um 30 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum en umræddur ökumaður hér að ofan ók hraðast þeirra. Þá segir lögregla að óvenju margir ökumenn hafi verið staðnir að því að leggja bifreiðum sínum ólöglega eða að virða ekki stöðvunarskyldu.

Í skeyti frá lögreglu segir einnig af ungum pilti sem stöðvaður var á bifhjóli á Njarðvíkurbraut í fyrradag. Hann reyndist ekki hafa ökuréttindi á hjólið og þar sem hann var ekki orðinn 18 ára var forráðamönnum og barnavernd gert viðvart um málið. Þetta var í annað sinn sem lögregla hafði afskipti af piltinum af þessum sökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“
Fréttir
Í gær

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma