fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Skaðabótakröfur á hendur Hatara hlaupa á milljónum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. september 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við leggjum fram gögnin og stefnuna og gagnaðili tekur við þeim, fær greinargerðarfrest og skilar svo greinargerð í framhaldinu. Málið er á frumstigi og þetta er fyrsta fyrirtaka,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Wiktoriu Joanna Ginter, sem stefnt hefur hljómsveitinni Hatara fyrir samningsbrot. Ólíklegt er að hljómsveitarmeðlimir birtist í þingsal á morgun en málið verður tekið fyrir í sal 102 í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 10 í fyrramálið. Málið er ekki komið á dagskrá dómstólsins þar sem þetta er aðeins fyrsta fyrirtaka.

Að sögn Sævars hlaupa kröfur Wiktoriu á hendur Hatara á milljónum króna en hann sagðist ekki hafa nákvæma tölu á reiðum höndum. Meðal gagna sem Wiktoria mun leggja fram í dómnum er samningur og tölvupóstsamskipti. Hatari voru bókaðir á tónlistarhátíðina Iceland to Poland í desember. Wiktoria segir að síðar hafi þeir neitað að koma fram á hátíðinni nema gegn hærri greiðslu en samningurinn kveður á um. Hátíðin var síðan haldin í Póllandi dagana 20. – 24. ágúst án þátttöku Hatara.

„Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni,“ sagði Wiktoria við DV í gærkvöld.

Ekki hefur tekist að ná samband við meðlimi Hatara við vinnslu þessara frétta en þess verður freistað.

Sjá einnig:

Hatari fyrir héraðsdóm á fimmtudag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“