fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Sjáðu magnað myndband af störfum Landhelgisgæslunnar í nótt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2019 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur sjómönnum var bjargað í nótt en mennirnir voru um borð í handfærabát sem strandaði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi.

Tilkynning um málið barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar laust eftir miðnætti og var þyrla Landhelgisgæslunnar þegar send á staðinn ásamt björgunarbátum frá Þórshöfn og Bakkafirði og nærstöddum skipum. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á vettvang.

Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en hann gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þá var ágætis veður á svæðinu, bjart en nokkur sjór.

Í skeyti frá Landhelgisgæslunni kemur fram að björgunarbátur frá Bakkafirði hafi komið á staðinn um klukkan 02:30 en ekki var talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó sökum sjólags. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR kom á vettvang um klukkan 02:35 og rúmu korteri síðar var búið að bjarga báðum mönnunum um borð í þyrluna.

Hér að neðan má sjá myndband af störfum Landhelgisgæslunnar í nótt, en óhætt er að segja að aðstæður hafi verið nokkuð krefjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins