Nú situr lögreglustjóri á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna handtöku sem átti sér stað í gleðigöngunni sem fram fór seinustu helgi.
Lögreglustjóri var kallaður á fund hjá mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði vegna málsins en fundurinn stendur yfir til klukkan 16.
Um er að ræða handtökuna á Elínborgu Hörpu sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Fyrst greindi lögregla frá því að hún hafi reynt að mótmæla á göngunni og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu.
Elínborg sagði síðar í viðtali við mbl.is að hún hafi verið að reyna að komast á svæði til vina sinna en að lögreglan hafi handtekið hana og sagt „það er alltaf vesen á þér og þú ert ekkert að fara mótmæla neitt í dag.“