fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Skólastofurnar ekki tilbúnar í Seljaskóla og kennsla tefst

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skóli átti að hefjast í 2. og 3. bekk  Seljaskóla á morgun en þar sem skólastofurnar eru ekki tilbúnar eftir framkvæmdir og endurbyggingu þeirra eftir bruna sem varð í skólanum í vor, tefst kennsla fram til föstudags. Farið er yfir málið á heimasíðu skólans:

Nú er allt á fullu í lokafrágangi í húsum 9 og 10 sem verða heimastofur nemenda í 2. og 3.árgangi nú í vetur.  Síðustu handtökin geta oft tekið lengri tíma en áætlað og því miður hafa lokaframkvæmdirnar aðeins dregist eilítið.

Því hefur verið tekin ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi skólasetningar í þessum árgöngum.  Í stað þess að nemendur mæti kl. 8:30 og séu allan skóladaginn eru nemendur boðaðir eingöngu í skólasetningu og stundatöfluafhendingu í Ask, mat- og samkomusal skólans.

Nemendur í 2.bekk mæta kl. 10:00 ásamt umsjónarkennurum og skólastjórnendum.

Nemendur í 3.bekk mæta kl. 10:30 ásamt umsjónarkennurum og skólastjórnendum.

Skóli hefst svo samkvæmt stundatöflu hjá báðum árgöngum föstudaginn 23.ágúst.

Okkur þykir afskaplega leitt að þetta hafi komið upp og að fyrirvarinn sé svo stuttur, en við það var því miður ekki ráðið, ég ítreka að hér er verið að vinna með hagsmuni barnanna að leiðarljósi!

Forráðamenn eru að sjálfsögðu velkomnir ásamt börnum sínum á morgun en ítrekað er að á morgun verður viðveran í skólanum aðeins er nemur skólasetningu og stundatöfluafhendingu hjá, u.þ.b. hálftíma athöfn.

Þrír drengir kveiktu í Seljaskóla í maí með þeim afleiðingum að mikla skemmdir urðu. Kviknaði eldurinn í þaki skólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi