fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem talin eru hafa tengsl við sambærileg og alræmd samtök á Norðurlöndum hafa undanfarinn sólarhring verið mjög virk á Facebook. Samtökin birta kostaðar auglýsingar með áróðursspjöldum sem innihalda myndir af Adolf Hitler og slagorð gegn fjölmenningu. Fyrir utan vefsíðu sína eru samtökin síðan með mjög virka Facebook-síðu sem hefur verið uppfærð oft núna um helgina.

Mynd sem fylgir þessari frétt var birt sem kostuð auglýsing á Facebook í gær. Í nýjustu stöðuuppfærslu Norðurvígis á Facebook er spurt hvað sé að því að vera nasisti en færslan, sem birtist um miðnætti, er eftirfarandi:

„Ofdekraðir forréttindageltir hafa verið að reyna að láta banna síðuna. Enn hafa engin rök komið frá þeim önnur en „þið eruð nasistar“. So what? Hvað er svona slæmt við það þá? Í staðinn fyrir að rökræða forsendur hugmyndafræðinnar þá reyna þeir að þagga niður í okkur því þeir eru hræddir við að aðrir sjái skilaboðin. Þeir nota þessi ofnotuðu skítaorð: hatursorðræða, rasismi. Þeir þykjast vilja vernda aðra fyrir því að verða vitni af „hatri“. En þeir eru auðvitað bara hræddir um að aðrir líti á nordurvigi.is og kynni sér hlutina og komist að annarri niðurstöðu. Eitt er víst: beta-mennið er náttúrulegur óvinur þjóðernis-sósíalisma og óttast stöðugt samfélag þar sem eru gerðar kröfur til einstaklingsins og öllum lífsstílum er ekki gert jafn hátt undir höfði.“

Norðurvígi hefur nú um helgina birt fjölmörg áróðurspjöld af því tagi sem fylgir þessari frétt. Í ummælakerfi við færslu á Facebook-síðunni voru eftirfarandi ummæli skrifuð í nafni samtakanna: „varst þú ekki kominn með aids helvítið þitt? Farðu nú að lognast út af. Tilvera þín er einskis virði.“

Er nasistaáróður bannaður?

Sú lagagrein sem helst víkur að ólögmæti rasisma er 233. gr. a almennra hegningarlaga. Hún er eftirfarandi:

[Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.]

Engar lagagreinar banna sérstaklega nasistaáróður sem slíkan. Það er væntanlega matsatriði hvort áróður Norðurvígis brýtur gegn lagagreininni sem hér er birt. Saksóknarar hafa kært hér á landi fólk fyrir hatursorðræðu og stuðst við 233. greinina, en orðið sjálft, hatursorðæða, er þó hvergi að finna í greininni.

Árið 2001 var Hlynur Freyr Vigfússon, varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna, ákærður fyrir brot á 233. gr. a vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við helgarblað DV. Var hann fundinn sekur og talið að með viðtalinu í heild hafi Hlynur leitast við að upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðrum litarhætti með háði, rógi og smánun.

Dæmt fyrir smánun á samkynhneigðum

Árið 2017 var Carl Jóhann Lilliendahl ákærður fyrir brot á 233. greininni fyrir ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða undir frétt á Vísir.is. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Athugasemdin var eftirfarandi, tekin upp úr dómi Hæstaréttar: „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“

Var Carl með þessum ummælum fundinn sekur um brot á 233. greininni og dæmdur til að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð en sæta ella fangelsi í átta daga.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Í gær

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim