fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kristinn segir að mannauðsstjóri HR hafi borið á sig tilhæfulausar ásakanir um kynferðislega áreitni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Sigurjónsson, sem rekinn var úr starfi sínu sem kennari við HR vegna ummæla sinna um konur í lokuðum Facebook-hópi, segir að mannauðsstjóri HR, Sigríður Elín Guðjónsdóttir, hafi borið á sig tilhæfulausar ásakanir um kynferðislega áreitni á fundinum þegar hann var rekinn. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar en blaðamaður hennar hefur skoðað umræður Kristins um málið í lokuðum Facebook-hópi.

Kristinn segir ásakanirnar vera dæmi um hvað fólk sé farið að túlka kynferðislega áreitni vítt. Á fundinum hafi Sigríður sagt að hann hafi verið með tvíræða brandara í tímum. Kristinn skrifar í Facebook-umræðunum um þetta:

„Hún ásakar mig um þetta á lokuðum fundi þar sem er verið að reka mig. Ég rakti það fyrir lögmanni, sem spurði hana út í þetta í réttarhöldunum og þar var staðfest að þetta hefði átt sér stað, án þess að þau hefðu nokkra staðfestingu í höndunum, átta mánuðum eftir að þetta var borið fram. Hún getur ekki staðfest þetta. Þetta eru falskar ásakanir, uppspuni.“

Kristinn stendur nú í málaferlum við Háskólann í Reykjavík þar sem hann krefur skólann um 57 milljónir í skaðabætur fyrir meinta ólöglega uppsögn, og 5 milljónir í miskabætur.

Fram kemur einnig í umfjöllun Stundarinnar að rekstor HR, Ari Kristinn Jónsson, hafi borið fyrir dómi að sér hefðu borist kvartanir frá nemendum um klúra brandara Kristrins og konur á vinnustaðnum hefðu tekið ummæli hans mjög alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku